Nafn skrár:MalJen-1818-xx-xx
Dagsetning:A-1818-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskuleigi Son

gud minn godur gefi þier lidi sem best eg kan oska, _ mikil gledi og anægia er mier ad heira vel lidan þina, hvad eg fæ aldrei þeim goda gudi fullþackad. eg þacka þier þin godu til skrif lambid mitt goda, eg verd altialt so feigin þegar eg sie linu fra þier hvad mier þikir þo verda alt of sialdan og giörir þad alt vega leingdin sem er a milli ockar 000 æ eg vildi eg væri komin eitt hvad sudur a bogin 000 til þin, en þad má seigia vid mig ad vilinn var ei ein hlitur firir mier, eg held eg eigi ad bera hier beinin verdi þa guds vilie. _ eckert get eg skrifad þier i frietta nafni því ama þín er buin ad taka þad alt fra mier, eckert hefi eg ferdast i sumar nema uppi fliotsdalin og var þad erindid eins og þu getur nærri ad sia Siggeir brodur þinn sem er a Arnheidarstodum hia Madame Bergliotu mikid er hann nu ordin stor

en þo mest a diguridina allir sem sia Siggeir og hafa sied Biskupin sinist hann vera 00000 lega likur honum, mikid þotti honum vænt um brief þitt, og opt skal hann nefna þig þvi nog er pilturin skinugur, - ama þin for i kaupstadin fyrir mig i haust þvi aldrei kiem eg þar, hun vard samferda kirkiubæar folkin og gekk vel ferdin, nu er eg þá loksins buin ad koma af mier hluta brædra þinna og eg held nockurn veigin þvi vid skuldir hvuriu eg verd feigin hvad sem uppa kiemur firir mier því miög var og nu ordin heilsu lasin og gud veit hvar þad lendir firir mier þvi hier var til aungva ad leita þu vissir hvurnin kall Briniolfur var ordin eingin fast medöl, en huggadu þig vid þad Þar sem adrir eg fer ei firr en eg er feig, enda er þier lítill söknudur i mier, en þu þeckir þann almattuga er þier geingur bædi i födur og modur stad. _

Jon Einarson gamli kuningi þinn bir a Sledbriot og lifir i þeirri von ad hann muni verda forsstiori og eru nu a honum miklar vanga veltur, eptir a eg af gripum 3 kir 2 kapla Blesu og Skionu og Blesu son vetur gamlan 40 ær feck 20 lömb eitt hvad 10 saudi so nu er eg buin ad seigia þier gripa höldin og mun verda nog þegar og verd ad koma mörgu af þvi firir hingad og þangad, skiladu til Profastsins ad biggia mier ein hvuria husbig miög nærri þier og kondu so til ad reka sudur med mier gripina, þu skilur spaugid lambid mitt, því var0 eg nú sitia og þoli eg þad skaplega medan modir min lifir en ef af því ber og skildi missa hanna mun litt bæri legt hier en, verdi guds vilie, - væri nockur sa hlutur til er þu þirftir þa sparadu ei ad lata mig vita þad, eg giöri þad ef eg get, nu skrifa eg ei leingur i þettad sin en lofi gud mier ad lifa

til postgaungu i vetur skal eg skrifa þier aptur, og mundu mig um ad skrifa mier þegar getur Systur þinar og allir hier bidia ad heilsa þier skiladu audmiuklega fra mier Profastinum og hans godu fru, sa algodi gud launi þeim firir medferdina á þier lifdu nu lambid mitt guds godu vorn takt 00000udur hann ebli þig i öllu godu

þin til daudans elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstodum manudægin seinastan i sumarid 1818

Myndir:12