Nafn skrár:MalJen-1819-01-07
Dagsetning:A-1819-01-07
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

elskan min besta

gud minn godur gefi þier lida alla tima vel, æ langt hefur mier nu fundist sidan i sumar ad, Sera Sigfus frændi þinn kom ad sunnan og eg feck þa sidast brief fra þier, eg vonadi vist eptir ad eg mundi sia linu fra þier med Þorsteini post sem sendur var nordur ad Mödruvöllum um veturnæturnar, og kom nu ur þeirri ferd aptur firir Jolin en mier vard þad ad aungvu, þvi eg feck ei blad fra minum, nema madur min feck brief fra Brodur minum Biskupinum og þar i frietti eg ei nitt af þier, eg hugsadi ad þu hefdir komid sudur i Reikiavik i haust sem leid og so kanskie skrifad mier sedil þadan en maskie þu hafir aldrei komid þar. - sidan eg skrifadi þier seinast hefur fatt til tidinda borid hier nema nog veikindi bædi hier og annarstadar, hierna hia ockur logdust allir i þessari sott nema vid ama þin og Gudmundur Jonsson

en med veikum burdum vorum vid a ferd einu sinni lau 5 i einu hvar af voru Systir þin Sigrídur og Stephan og alt miög hætt komid en nu loksins er þvi öllu farid ad skana og nu er þessi hættu lega sott farin ad dreifa sier hier um alt en fair hafa ur heni daid enþa nema Bondin Haldor sem var a torfastödum i hlíd og Sigurdur a Hrærislæk madur Ragnhildar dottur Gudmund a Vifilstödum, folk liggur nu vída so mier þikir líklegt ad fleiri skilie vid adur en langtum lídur, hvurgi var heldur ad leita mönnum til hialpar því bædi var Læknirin onítur og eingin medöl. _ sídan eg skrifadi þier sídast hefur veduratta verid hin æskilegasta og úti gangs peningur en nú heistra smalad nema litil fiörlega lömb og er þad nitt i tungu sem þú veist ad sumar audt sie um þrettanda, Lagsmen þinir gömlu Valþiofstadar Brædur eru a Holmum i vetur eru þar 7 piltar til kienslu og oska eg ei ad þú værir sa attundi, Sera Þorkieli bunast

vel a Stöd sumir seigia ad honum sie heitin Helga a Hialtastad dottir Sera Hiörleifs en ei veit eg sönnur a þvi, Sera Þordur sem þu varst samferda sudur er nu sagdur vega laus þar Sera Einar hefur ei leingur list a hönum sem Capelan sagan seigir ad hann hafi ad sönnu viliad biggia hönum eina kirkiu iörd þar í sokninni en Bondi þar er i skilum hefur stadid vill ei uppstanda nu er sagt ad Sera Þordur hafi bedid födur sinn ad biggia sier halfa ormstadi sem eru firir utan Hallormstad og hafi ei feingid so mann skiepna a bagt. _ ní saladur er factor Jon Stephansson a diupavog, þar er nú hia eckuni vetursetumadur Syslumadur tvede, Sera Sigfus frændi þinn er a kirkiubæ i vetur en ættlar ad setia bu í vor a dvergasteini og sagt er ad bústíra hans muni verda Sigrídur systir hans. _ dottir Sera Jons í Vallanesi og einkabarn atti firr i firra kroga med vinu mani þan misindis man kieni ei nu i haust ádur firir skömu hard giptist hann heni og seigir fólk ad þettad muni liggia a kallinum ædi þungt i skapi og gjörist nú heldur skapt00000

Eg man nú ei meira lambid mitt af friettum ad seigia þier, ockur hierna lídur bærilega nema hvad eg og ama þin erum altaf heldur aumar til heilsu, systkyni þin bidia öll ad heilsa þier, æ eg vildi nú elskan mín oska ad eg mætti i stadin firir ad skrifa þa000 seigia þier þad alt munlega, þad er ad seigia ad eg væri horfin til þín en þú ei til mín því ei væri eg natturleg modir ef eg vildi oska þier úr sama stad þínum, heilsadu hiartan lega fra mier þínum goda profasti og hans godu frú, sa algodi gud launi þeim medferd a þier, og hans mildi ríku fodur hendi fel eg þig í lífi og dauda

En so madur tít vinst þín elskandi módir

Malene Jensdóttir

Hallfredarstödum þann 7 Januar 1819

P.S: æ skrifadu þegar getur og ferdir falla, þettad skrifa eg med postin nordur og verdur víst tími þangad til þad kiemst til þín, alt folkid hropar upp og bidur heilsa þier 1000 sinnum sæll

Myndir:12