Nafn skrár:MalJen-1819-06-15
Dagsetning:A-1819-06-15
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskulega lambid mitt

Eg þacka þier hiartanlega þitt mier mikid kiærkomna til skrif af 22 februari hvurt eg medtok undir fardaga, og gladdi mig af þvi ad sia ad þier leid lidur vel. Eg hripadi þier sedil um sumar malin og vona eg að þú hafir nú feingið hann. - Sídan hefur nú hier fatt til frietta borid, nema kröm og heilsuveiki a folki alstadar að heira, hvurt þad er sottin sú í haust edur annar siukdomur veit eg ei þeir hierna lærdu menirnir kalla þad, gall og slím 00000 hier á bæ hafa lagt 4ra sem voru Runolfur og systur hans, hafdi þettad þo alt leigid í sottini í haust, þad vard alt fagur gult bædi í augum og á hörundslit þessi vesöld varadi í halfanmanud a hvurium firir sig. - Eg sialf hefi verið mikid vesöl nu i þriar vikur en þo hefi eg ei leigid nema tvo daga og eingin lita skipti hefi eg tekid, vesöld min gamla við þad sama og þa eg skrifadi þier seinast

aungvu ad sidur langar mig sart til á millum ad eg væri horfin sudur til yckar, einkum þar eg heirt hefi ad Biarni Þorsteinsson sie væntan legur til Sudurlands i sumar, og ganga margar getgatur um ad ei muni hann erindis laus vera ad þessu flakki, sart þokti mier ad hann fekk ei Arnessislu þvi þad var sá madur sem eg hafdi trú til ad mier eda minum hefdi ad lidi ordid ef eg hefdi leitad þess. _ nu vona eg þessu næst eptir laungu briefi og frietta frodu fra þier lattu mig firir hvurn mun vita hvurnin Madame Ragnheidi Þorarinsdottur á Hlidarenda lidur edur hvurnin hun er til heilsu eg þikist vita ad hun muni en lifandi þar eingin hefur skrifad mier lat hennar og kiæmir þu þar þá heilsadu henni hiartan lega fra okkur modur minni, 00 nu sendi eg þier med ferd þessari skirtu og verdur þu elskan min god ad halda til goda þvi þad er so litid, viltu ei ef visu ferd fellur ad eg sendi þier tanfed þitt, en Bibliu þina færdu ecki fir en viet hvad þu hvad þu ættlar þier

og verdur vistadur utkomin nia Biblian sem eg heiri verid sie ad ervida uppa, nu leifir ei timin meira i þettad sinn. _ heilsadu audmiuklega profastinum og fruni fra mier samt systkinunum og Jomfru Margretu, _ og lifdu sialfur sem best eg kann oska

þig af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum þann 15. Junii 1819

P:S: so bar bradar ad ad skirtan er oþvegin þu verdur ad seiga þionustu þinni það, er þad nu eingin hlutur lambid mitt sem þu vilt bidia mig um æ sparadu þad ecki, lifdu sem eg oska og ann

Myndir:12