Nafn skrár:MalJen-1820-06-xx
Dagsetning:A-1820-06-xx
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

hiartkiæri Pall minn

sa algoði guð gefi þier liði sem best og kann oska, eg þacka þier lambið mitt firir þin, og elskuleg til skrif og var þa orðið meir en mal að sia linu fra þier, því þa var nokkuð komið fram ifir ar sem eg hafði so að seigia nokurt af þier friett. - nu verður þu að vera firir mig so gott sem brief til okkar goða Profasts og færa hönum mitt inni legasta hartans þacklæti firir hans elskulega til skrif og gladdi það mig meira en eg kann seiga sa goði guð launi hönum og hans alla meðferð á þier. - nu verð eg ei lang orð þettað sinn því vesöld i höfði minu til lætur mier ecki að skrifa eg þoli ei að horfa a það en lattu mig þess ei gialda og forsomaðu aldrei hentugleika að gleðia mig með linu fra þier, maður min er buin að tina til þin það ogsem man af friettum og gat eg þar ei við bætt eg veit og að frændi þinn Siera Sigfus skrifar

þier sitt hvað i frietta nafni. hvað á eg að giöra við bækurnar þinar er þier skiptust eg held þær funi hier niður hia mier en þær Sigurður Broður þinn gaf þier eru en i Krossavik - bið þu fostur föður þin goðan að vera i raðum með þier að þær verði þier aldeilis að onitu eg hef ei mundað að koma þeim til þin. - eg hefi nu ei krapta til að skrifa þier leingur, heilsa auðmiuklega fostur foreldru þinum sistkinunum asamt Jomfru Margretu sa almattugi goði guð og faðir veri þin 0000að og að stoð

þin til dauðans elskandi moðir Malene Jensdottir

Hallfreðarstöðum a Jonsmessu 1820

allir biðia að heilsa þier

Myndir:12