Nafn skrár:MalJen-1820-09-15
Dagsetning:A-1820-09-15
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskulega lambid mitt

firir brief þitt fra Reikiavik þacka eg þier astsamlega, nu para eg þier þessar linur einasta til að lata þig sia ad eg en nu lifi, asamt modur mini og sistkinum þinum, heilsu kiör min nærstum við sama og þa eg skrifadi þier seinast, þo hef eg i 0umar altaf á felli verid og geingid ad minu inan bæar, en aungva uti vinnu þoli eg er þad mest af verk sem liggur i miödmini ofanundan veiku siduni. - þettad kalla eg nu gott eptir þvi sem á horfdist i vetur, i sumar kom hier nii læknirin að nordan O Stephensen til hans leitadi eg og feck hia hönum nockur medöl og hefi eg heldur verid skarri undir sidunni vid þeirra brukun so eg ættla ad reina að fá meira af þeim sömu þar Postur nu geingur nordur hann sagdi mier og ad mier mundi ei af veita að bruka medöl stödugt einn 00ptina og kanski leingur ef hrifa skildi

hvurnin leist þier a þig i Reikiavik og hvurnin voru þeir modur brædur minir til mods þungt 00 fiell okkur modur mini ad heira af Arna frænda og ædi margt þiki mier nu bætast a Biskupin. _ þu verdur nu ad skrifa mier ofur rækilega þessu nærst hvurnin þier leist þar a alt, og hvurt þu sast og taladir nokkud vid Madame 0 Thorgrimsen frændkonu okkar. buid er nu ad lisa allar lisingar med frænda þinum Siera Sigfusi og födur sistur þinni Jomfru Sigridi Gudmundsdottir ei er hann en þa nordur komin ad halda brudkaupid sem sagt er eigi ad verda á Hofi og ei miög fiöl ment, heirt hefi eg ad Oddur litli frændi þinn muni fara til hans i haust. _

eckert hefi eg nu ferdast i sumar nema tvisvar til kirkiu og einu sinni út ad Holi til gömlu Gudlaugar fostru födur þins saluga. þa Arni Guttormson kom ad sunnan kom hann hier vid hia okkur og færdi mier brief þitt og kann eg ei vita ad mier la vid ad öfunda modur hans af ad niota þeirrar gledi ad fa ad sia

hann aptur med so godum og fliotum framförum er hann hafdi tekid, mun eg nu aldrei lifa þann dag ad eg fái ad sia þig þo ei væri nema snöggvast þvi vist mattu trua ad ei vil eg vinna þad firir stuttu ánægiu mina ad nokkur sa hlutur forfórnadist er þier gæti til gagns eda soma ordid. _ höfud mitt og augu bana mier nu ad skrifa meira i þettad sinn heilsadu audmiuklega þinum godu fosturforeldrum og af saka mig vid hann ad ei get skrifad þettad sinn en langar þo samt eptir ef ferd fielli ad eg mætti sia linu fra hönum, þar brief hans i hvurt sinn eru mier so ifir mata kiær komin, sa almattugi godi gud anist þig og ebli til als gods.

eg er þin af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum þann 15 Sept:b 1820

Myndir:12