Nafn skrár:MalJen-1822-11-13
Dagsetning:A-1822-11-13
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

elsku lega lambid mitt

nu i rökrinu feck eg bod fra Kirkiubæ, ad brief þaug sem med postinum eiga ad fara skuli sendast þadan a morgun snema held eg þvi eitthvad verdi stutt sem þu fær fra mier i þettad sinn. _ ma eg þa biria á þar vid skildum á Hofi eg for fram ad Bustarfelli og tafdi þar fram undir middegi filgdi so Methusalem mier og feingum vid allra mesta storvidri fram eptir dalnum, en þa vid komum uppa heidina vægdi vedrid so vid feingum all gott filgdi hann mier þria fiorduna heidarinnar og voru þeir sniolausir en a austasta fiorungum var fult hvurt gil og grafningur þo komustum vid i biörtu ofan ad Skiöldulvstödum og vorum þar um nottina eg nadi so heim til min kvöldid eptir um midaptansbil. _

a Skiöldulvstödum feck eg þaug hrilli legu tidindi ad Stulka á nærsta bæ þar firir framan nefnl: a ArnorStödum var upp vis ordin ad dulgs mali hun hafdi kastad barni sinu i grafning skamt fra bænum hvar þad fanst mikid skadad af vörgum, þettad med kiendi hun strags og listi födur ad barninu giptan man þar a dalnum, en þa til þings kom auglistist ad brodur henar hafdi att med heni þettad barn og voru þaug bædi af Syslumani Meldsted dæmd fra lifi. Stulka þessi er sistir þeirrar er Guttormur Sigfússon atti barnid med i firra. _ skömu þar eptir heirdust friettir fra Valþiofstad ei heldur alskostar godar vinnu piltur hia Sera Stephani atti ad teima naut ni komid af afriett ut ad Arnheidarstödum og anar ingri ad reka á eptir prestur sagdi maninum ad han skildi

mula nautid, en kvad þess ei þurfa slo þa fir vad og batt laugina undir hönd sier og upum öxlina hinumeigin og knitti ad a briostinu þa ut firir tunid kom hliop geltandi hundur i nautid hvar vid þad stigdist kipti maninum flötum og dro han so eptir sier hin dreingurin hliop heim og sagdi til hliop þa prestur a stad med knif i hendi og gat um sidir skorid taugina var þa madurin stein daudur. _ nu verd eg en nu vid ad bæta friettum þo eg viti þier þær ogedfeldar seint i September vard kona frænda þins liettari að andvana sini og var miög hætt komin þo gaf gud heni strags eptir barnburdin goda heilsu a medan hun la á sæng for frændi þin uppi hierad ættladi ad Kirkiubæ en drucknadi i ferd þeirri a feriu stadnum undir fossinum voru merki til ad hann ættladi ad fund rida fliotid og var þo bidin litil þvi strags heirdist þegar hann kalladi og var þa vidbrugdist en 00 er madurin sem ættladi ad sækia hann

kom ofan i flackan mætti hann þar hestinum hund votum for samt ifirum fliotid fan eckert nema reid kapu hans og vetlinga á backanum, fadir hans og prestur voru i kaupsta þa þettad skiedi, dægin eptir vard hann slæddur uppur fliotinu Gudmundur hier smidadi kistu hans, vid modur min vorum vid greptrun hans en færri komu gestir en til stod þvi um þær mudir var felli þo kom Ser: St00 St brodur hans og med hönum Arnheidarstada brædur þeir baru likid asamt Einari Hiorleifsini og Joni vefara folk hans barst betur af en nockur von var firir þo er hann bædi sokn sini og hvurium öðrum er til han þektu harmdaudi 0000 eckia hans er komin nordur til modur sinar en Oddur litli ad Hofi alt þettad er nu skied i sama manuði og þu forst og er þad ædi mikið, um vetur næturnar saladist Gudmundur a Vifilstödum, tidin hefur a þessu hausti verid ein hin besta

Gudmundur min hier hefur alt þettað haust vardid mikid lasin so eckert hefur hann getad giört vid badstofuna og biggum vid en i sama enda og vid vorum, brief þitt fra Halsi feck eg seinasta sumardægi og medölin hvad alt eg þacka þier hiartanlega lambid mitt og var mier þa ordid mal a ad frietta af þier, en nu held eg þo lidi driugari tid þangad til eg fæ sedil fra þier, ei seigist ama þin skrifa þier neitt i þettad sinn og sistkin þin berast illa af ad ei geta skrifad þier þvi þettad bar so bradar ad, - sagt er ad upp muni hafid hilumana tvibilid a Ketilstödum og ættli Tvede ad vinna en eingin þikist firir vist vita hvurt han ættli, ei er en komid til min vigtugheit firir actionína gömlu. - til heilsu er eg vidlika og eg var i sumar þa þu varst hier en modur min hefur heldur skari verid i haust þo köstott sie, nu er eg hreint

upp gefin ad klora þettad og ertu mier nu mikid skildugur en þu munt vilia seiga ad þad hafi ecki verid so þægilegt æ heldurdu eg hugsi nu ecki til Siggeirs mins sona fikur nu i min skiol en sa almattugi hefur nog vid ad sia hönum farborda. - sistkin þin og ama hionin Runol000 og allir allir bidia ad heilsa þier, heilsadu hjartan lega fra ockur modur mini þinum dygda riku fosturforeldrum samt Bornum þeirra og Jomfru Margretu. sa almattugi gud veri þin hialp og ad stod.-

eg er þig af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum þann 13 novemb: 1822

Myndir:12