Nafn skrár:MalJen-1823-01-12
Dagsetning:A-1823-01-12
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskulegi Son

þin 2 elskulegu til skrif anad fra odda ur Posttöskuni og hitt ur post ferdini en utan tösku hriggilega med höndlad en þo læsilegt þacka eg þier hiartan lega og vissi gud eg vard feigin ad sia af þvi ad þu varst slisalaust heim komin. - eg hripadi þier sedil i haust um það nilunda er þa hafdi vid borid sem eg vona þu hafir nu feingid, sidan man eg ei hier hafi friettnæmt firir fallid nema 00giadska hin mesta hvad veduratt a hrærir i alt haust og vetur og sidan solstödur hefur aldrei hielad glugga sidan eg skrifadi þier man eg aungva dana sem þu þeckir. _ Hjalmarsen kom uppad Kirkiubæ um Jolin og var þar 4ar nætur ei trui eg hann uni sier a Reidarfirdi og upp hefur hann sagt vist sinni i nærst komandi August seigia men hann muni þa ættla til nordur lands. _ eigi hef eg hvurki heirt nie

sied Sysluman Melsted sidan þu forst og aungva linu fra hönum feingid i dag heirdi eg a skotspæni ad hann lægi veikur af kverka meini en ei veit eg sönur a þvi, sagt er ad Tvede flitia i vor ad Bulandsnesi þad er þiett vid Berufiörd. _

hörmulegt er ad frietta fra ykkur ad sunnan og veit gud eg hugsa nu opt til þin og þinna þar en eg vil bera mig med voligheitum ad fela þad hans nadarriku forsion, vid hierna i husinu lifum vid þad gamla nema modur min hefur nockra daga verid mikid lasin med sama slag og i Sumar eg lifi i þeirri von ad gud gefi þad vægi aptur. _ bækur þinar eru en nu aungvar til min komnar sem þu hielst þig eiga i fliostdal hefi eg þo bedid bædi Sera Stephan og þa brædur ad leita eptir þeim þar, eg held best sie ad bidia profast Sera Guttorm a Hofi firir bækurnar þvi hann geingur þa eptir þeim

sem i Krossavik eru og eg skal þa senda til hans i sumar þær hia mier eru ef þu hugsar ad þær skuli sendast til Kaupinhafnar hann er alltid driftar madur i hvuriu sem hann tekst a hendur, Stephan brodur þinn er a K.bæ í 0000 vetur og er ei leingra upplagt en hann læri dalitid ad skrifa og reikna samt taka sier fram forum i ad lesa af Siggeiri hef eg eckert friett sidan i sumar æ kvöl er ad eiga þettad dreingia mod nema þig, og á eg þad gudi og godum mönum ad þacka. _ Runolvur er ecki heima hann hefur verid halfan manud i kolskogi og sier þu þar af tidina milli þorra og þrettanda og ei fær þu linu fra honum med þa frami ferd þvi hann kemur ei heim firr en eg hefi sendt brefin. _ Þorun min bidur mig seigia þier ad þad sie nu firsta fliota skript sin sem hun skrifadi a brief sitt til þin eg hef heldur eckert getad latid þær æfa sig i ad gera i vetur þvi eg hef verid so bleklaus en nu hafa

eg eignast dalitid af þvi. _ hionin og alt folkid bidur ad heilsa þier, heilsa þu fra mier þinum dygdariku fostur foreldrum, samt sistkinunum og Jomf Margretu

þig sialfan kissi eg i þaunkunum, sa almattugi gud stirki þig og ebli i öllu godu

eg er þig af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum

þann 12 Januvar 1823

Myndir:12