Nafn skrár:MalJen-1823-06-08
Dagsetning:A-1823-06-08
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

aungvar hef eg nu feingid af bokunum sem þig vantadi hvad a eg ad giöra vid bækur þinar i sumar, alt stendur vid sama fra Melsted fra þa eg skrifadi þier seinast, ia Pall minn hvar er Kirkiubæar silfrid, æ blessadur gleimdu ekki ad giöra skirslu firir þvi. _ þettað brief a nu ad fara med Einari Student Hiörleifssini sem ættlar ad viast Kapelan til födur sins a Hialtastad og sendi eg þad Joni Brodur minum ad Reikavik þvi hann mun vita hvar þig er ad finna, nu skrifa eg ei meira þettad sinn, nema bidia þig ad heilsa husbændum þeim sem þu ert hia ef þu ert hia Amtmane þa seig hönum fra mier ad ei skrifi eg hönum fir en eg hafi sied eina linu fra honum o ad eg væri nu norn og giæti lagt a skildi eg þa leggia þad a hann ad hann sækti um nordur amtid og fengi þad þa værir þu þo so miklu nær mier, en þar vestra. - allir hvapa upp i sinu hliodi og bidia ad heilsa þier - eg kved þig og kissi i þaunkunum sa godi gud veri þin varud og ad stod

Eg er þin elskandi modir

Malene Jensdottir

HS:t þann 8 Juni 1823

Myndir:1