Nafn skrár:MalJen-1823-11-19
Dagsetning:A-1823-11-19
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskulegasti Pall min

hiartans þackir firir þin fiögur elskuleg til skrif, þad firsta med Sera Einari og þar med filgiandi Södulin, 2ad ur ferd Sera Gisla Briniolfs Sonar og þar med filgiandi Arna Postillu. þad 4da nu firir tveimur dögum med tekid ur ferd Sera Jons Bergsonar gud launi þier lambid mitt bædi kiær komna og indæla giöf þina a Arna Postillu sem og digd þina og jöfrun i ad gledia mig med briefum þinum. _ ei var nu ad sönnu ad öllu leiti gledi legt seinasta brief þitt. en hvad vil eg seigia, matti þad ei vera sönn gledi bædi firir mig og adra er Brodur min saluga elskudu ad frietta hann leistan ur naudunum og þangad komin hvar öll armæda enda tekur ecki neita eg ad mier hvarfli i hug sár til fining med hans eptir þveianda þar þess heldur sem eg hef sialf reint lik kiör, en hvaða oriett giörði eg minum algoda födur ef eg ei trúdi hönum firir um önur þeirra þar eg sialf hefi reint hans dasamlegu handleidslu a mier og 0ikur minum munadar

leisingum, hann er þa burt kalladur ur þessum heimi sama dag manadar og fadir þinn salugi nefnil. þann 20 Septemb:. _ viku adur en briefin komu höfdum vid feingid busa friettum þettad hafdi þo Gudmundur minn dregid i tvo daga ad seigia ockur þad þvi ama þin var þa ofur lasin og hielt hann þad mundi bæta of miklu a hana nærgiætni hans vid ockur var eins i þvi sem ödru. _ en þad vard nu ei so þvi hun bidur mig segia þier (þar hun treistir sier ei sialf ad skrifa þier i þettad sinn) ad hun hafi nu ad niungu ei heirt gledi legri friettir. _ mikid hefur hun nu verid lasin i haust og likast ei verdi langt milli sistkinana þo gud veit þad eg lifi vid lik heilsu kiör og hun skrifadi þier i haust med Guttormi Sistur þinar badar friskar þær bidia þig nu ad firir gefa ad ei geta skrifad med ferd þessari þvi vid vissum ecki ad Postur mundi ganga fir en eptir niár en nu i vokrinu rakst hingad ferda madur ofan ur fellum sem seigir ockur Postin ferd buin til nordur gaungu held eg hönum i nott og bid hann koma þessu briefi til Sislumans Melsted so þad kinni komast i ferd Postsins en væntan lega kiemst þad ei til þin firr en seint i vetur og þa ef gud lofar mier ad lifa og ockur öllum skaltu

mærkilegri brief med Postinum þa hann geingur eptir niarið. _ vedur attu far samt heiskap i sumar og gripa höld skrifar Runolvur þier alt tiðin siðan vetur nætur hefur verid hin æskilegasta og allir spá godum vetri þess þarf nu og med. _ eckert er hier meira i friettum en sigling Sera Gisla Briniolfssonar sem eptir ad hafa messad tvisvar a Holmum reisti med Skipinu til Kaupinhavnar halda men friettirnar ad Sunan hafi itt eptir hönum. _ i haust for Stephan bordur þinn ad Hofi og meina hann kauni þar vel hag sinum Profastur þar sendi bækur þinar med skipinu eckert gat eg uppgötvad af þeim sem þig vantadi. madur min bidur þig vera nu firir sig brief til Ragnheidar og bidur anad hvurt fara sialfa ellegar þig skrifa sier þad greinilegasta um hag henar Syslumad Melsted hefur sagt modur minni ad hun ætti ad hefia hia Landfogeta ifirsetukonu peninga 5ud og hun eigi ad qvittara firir þa þettad bidur hun þig giör sinna vegna og fa þa 5udRagheide fra sier. _ modur min segist vilia lifa so leingi ad pension henar inist til ad borga þier þad þu att hia ockkur til goda bædi uppa Södul verdid og firir bokina

þvi hun segir þar muni ei feitan gölt ad fla sem þu ert. _ heilsadu fra ockur Joni Brodur ockar dottur hans og Landfog þettad kom so fliott uppa ad vid gatum aungvum skrifad, inn lagdan sedil bid eg þig færa sistur mini æ ad þu værir sa madur ad þu giætir eitt hvurt augna blikid stitt henni Arna minum og Petersen stund þvi öll þessi eiga gamla skuld hia þier. heilsa Petersen fra ockur. _ mikid skamast eg min aldrei ad hafa skrifad profasti Sera Steingrimi eina linu sidan i firra heilsa hönum og fruni fra mier þa þu skrifar. heilsa og fra mier Amtmaninum og segdu hönum ad omögulega þori eg ad skrifa hönum medan hann sie i Stiptamtmans stad þvi eg sie buin ad gleima hvurnin hann Arni á Marstödum hafi skrifad en setist hann nu ad a Möðruvölum sem allir eru ad birta mier inn þá fæ eg bædi ad sia hann og þig og þa skal eg singia Sæl komi Su Stund en profastur Sera A Helgason hefur i eirni predikun sinni bannad mier ad vænta of mikils, heilsadu og fruni hiartanlega fra mier. _ nu ei ord meira i þettad sinn, en aldrei skal eg af lata ad oska þier af hiarta gudsnadar og godra manna hilli.

þig af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottur

Hallfredarstödum þann 19 Novemb: 1823

P:S: Madame Biörg og allir fra Kirkiubæ bidia ad heilsa þier, æ lifdu vel

Myndir:12