Nafn skrár:MalJen-1824-01-10
Dagsetning:A-1824-01-10
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

hiartakiæri Pall minn

stutt eptir þad eg skrifadi þier feck eg brief er þu hafdir sent til nordurlands med Isafiardar manin og nu annad firir 2 dögum medtekid er þu hafdir med postinum sent þacka eg þier hiartanlega með post ferd þeirri er hiedan vard um Jolaföstu kominn skrifadi eg þier sedil en eg þikist vita ad en nu muni liggia i nordurlandi, og munirdu ei fa hann fir en þennan sedil, i hann tindi eg þad eg þa mundi sidan hefur fatt til frietta borid, vetrar far heibiörg og gripa höld hefur Runolvur alt skrifad þier so eg þarf ei þar vid ad bæta. _ eg og ama þin lifum og vid sömu heilsu kiör sem þa seinast skrifadi. i giær friettist ad madur hafdi farist firir snioflodi i Fagradal og sinist ad vera miög slisa hætt þad af er vetrinum, nockru firir Jolin saladist Jon a Vakurstödum i V Vopnafirdi merkis bondi a sottarsæng. _ brief þitt seinasta færdi mier profasturin i Vallanesi sem kom hier eptir bon minni þvi eg ættladi ad radfæra mig vid hann hvurt eckert mundi geta feingid fra nordurlands Apoteki sem kinni vera mier þienanlegt. _ til allrar lucku

hafdi hann med sier Klausturpostin so þar af feingum vid modur min heira hvurnin geingid hafdi vid iardar för Brodur mins saluga þvi þar um þokti ockur þu fa ordur þvi Klausturpostur kiemur ei hier a bæ æ varst þu ecki eirn af Studentum sem baru hvurnin mun ganga i þvi husi þa vorar, profastur sagdi ockur ad Sigurdur brodur þinn væri lasin eckert veit eg firir vist hvurnin han lifir þvi hann kiemur hier aldrei þo ottast eg þvi verra ad þar sie eitt hvad er vidt med utkomu hans Syslumadur Melsted lifir nu eirn a Ketilstödum veit eg þu veist betur en eg þar eg veit gamli lagsbrodir þinn hefur sagt þier til komandi von sina og firir ætlun en skildi so vera ad þu eckert vissir þa hefi eg hlörad ad han hafi bedid Jomfru Sigridar A:d: a Kirkiubæ og feingid gott svar sier deilis ef hann i vetur giæti af lokid Studeringum sinum og komid aptur i vor þa er nu planid ad karlfuglin hætti bu skap og þau ingri taki vid en Madama Bergliot med Siggeiri Brodur þinum eigi ad fara að 00000 Klaustri til Einars. _ æ þad er mier nu af hiarta leidt ad hann þangad fari ei þar firir

ad eg ecki trúi henni firir hönum eins og verid hefur hann hefur 0000and a þeim bæ verid sa herians 00mill sem ei hefur verid hia þienanlegasti til um geingnis med unglingum, kiendu mier nu falleg ord ad lofa hann þadan þvi langt heldur vildi eg ad hann sitti heima hia mier en lærdi ilt anarstadar, þo hann væri full feitur en nu mun eg þar hia omögulega briota um so vart ef hun vill halda hönum þvi hun elskar hann sem augu i höfdi sier, sagt er mier ad mein eda sullur sie ad vagsa undir siduni a hönum s kanskie það eigi ad verda modur arfur hans. _ eckert hefi eg nu nockra stund friett af St: brodur þinum hann skrifadi mier nockru firir Jolaföstuna ad sier lidi vel og hann væri ad glima vid Donatin. hier inani legg eg brief til profasts Sera Steingrims sem eg bid þig ad koma til framfæris forvitnastu nu ecki i þad samt þad kan vera hönum meigi finast stinga i stuf med stilin þu vissir hvur adur var vanur ad skrifa hönum firir mig en eg reidi mig uppa ad hann firirgefi mier þo stirt sie og einfaldlegt. _ æ gud hialpi Sigridi minni sem var Vidalin og födur hennar ei meira um þad

omögulega hef eg mandád nie dirfsku ad skrifa Amtmani þinum en eg held mier færi fram ef eg feingi þi ei væri nema ein lina fra hönum heilsadu hönum hiartlega fra mier og madur mini samt fruni gott attir þu ad meiga leika þier ad litla Finni nu ei meira i þettad sinn. _ lifdu nu so sæll og luckulegur sem best kann oska

þin af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum þann 10 Januar: 1824

P:S: Eckert hastar med hringin min. afa sistir þin bidur ad heilsa þier og þackar þier firir sendinguna a peningunum i sumar, vertu æfinlega sæll

Myndir:12