Nafn skrár:MalJen-1824-05-04
Dagsetning:A-1824-05-04
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskulegi besti Pall minn

gud gefi þier gledilegt nibiriad Sumar. Eg heiri nu ad ferd falli til nordurlands sest eg þvi nidur ad para þér linu iafn vel þo eg viti ad hun muni 0ifinan sient og sidar komast til þin og er þad þa first ad seigia ad vid öll frændfolkid þitt erum en þa gud sie lof öll torandi, og vid madur min vid lika til heilsu og þa eg skrifadi þier seinast Siggeir brodur þinn hefur verid mikid vesæll i vetur hann var um tima i Vallanesi hia profasti Sera Guttormi og hefi eg heirt sagt ad hönum hafi nockud skanad, en nu er hann aptur heim komin, og ottast eg bati sa sie ei nema stundar nægd Stephani lidur vel a Hofi eg feck sedil fra hönum i giær og hefi eg heirt, hann taki framförum eptir vonum og komi sier vel, hvad mig gledur. _ aungva man eg nafnkiend dauda 000 nema langömusistir þina Madmu Margretu a Hofi 98 aragamla þu sast hana þa vid komum þar nockrir hafa ad sönu daid en eingin sem þu þeckir, i vetur eignadist Sigurdur Brodur þinn son Pal ad nafni sem nu er sagdur miög veikur og læt eg mier vel linda þo hann flitia ifir hinumeigin ef gud vill. profastur G: Palsson hefur nu mist missiris gamla dottur ad sem hiet Palina

vedurattufar sidan eg skrifadi þier hefur matt kallast hier um plats gott og alltid iardir firir utigangs pening en nockud o stödugt og skakvidursamt, til imbriviku, þa stilti til, og hefur tidin sidan verid hin besta, þo hefur vetur þessi misfallid þvi a Jökulsdal og vidar til indala hefur fallid hart þo hafa aungvir mist gripi sina. _ Engelskt skip er firir nockru komid á Berufiörd atti ad sækia haxir en til allrar lucku firir austfirdi var hann nu ecki ad fa heirt hefi eg þeir væru ad höggva sier þar is af á eirni og þad held eg hann skánist hia þeim, þvi nu ganga hier a deiji hvurium mollur og hitar. _ nu man eg eckert meira hier ad austan ad skrifa þier eg veit vist ad eg a nu brief fra þier i nordurlandi en hvunær þad kiemst til min má hamingan rada, og langar mig þo altaf eptir friettum ad sunan bædi fra þier og ödrum, ecki er eg vonarlaus ad hiedan ad austan kinu falla ferdir til sudurlands i sumar þvi heirt hefi eg fliuga firir ad Lærisveinar Ser G:Palssona tveir mundu 000 þeinkia til sudur gaungu en ei veit eg sönur a þvi æ mikid langar mig nu til ad vita hvad tid og kringumstædur muni giöra vid ockur þettad sumar en eg veit þu skipar mier ad eg skuli med volag heitum af anda alt þeim sem bregst og hefur firir sied og mun gud þa lata mig lifa þa gledi stund ad eg

fai ad sia þig. heilsadu hiartanlega fra mier og modur minni Amtmani og fruni, samt systur minni og Joni Brodur og öllum ama þin og systur bidia ad heilsa þier og lofa allar ad skrifa i sumar, eg get nu ei meira i þettad sinn lifdu nu lambid mitt goda sem eg oska og ann

eg er þin af hiarta elskandi modir

Malene Jensdottur

Hallfredarstödum þann 4 Maii 1824

til hr Studiósus Páls Pálssonar Reykjavík

Myndir:12