Nafn skrár:MalJen-xxxx-xx-xx(2)
Dagsetning:A-xxxx-xx-xx(2)
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

besti Pall minn

hiartans þakkir firir brief þitt af 26ta Febr: en med tekid 25ta Maii hvar af þu sier ad fleiri hafa um farit ad binda med briefa leifi en þu, en þad kann ei ödru visi vera, þa so mikid diupar milli vor stad fast. _ eg veit firir vist ad nu liggia ein hvurstadar brief fra þier til okkar en ei ma eg giöra mier von um þaug fir ein hvörn tima i sumar o ad eg vissi nu hvar þu ert og ottast eg firir ad siert þu komin vestur muni eg en skialdnar fa brief fra þier en verid hefur. _ fatt er nu i friettum ad skrifa, vetur hefur verid hinn æskilegasti gripa höld god og vidast heifirningar. _ aungva man eg hieri nafnkénda dána sidan eg skrifadi þier seinast, heirt hefi eg ad þriu skip væru komin a Reidarfirdi en eckert hefi eg af þeim friett sem eg þori miðað fara. _ af lagsmönum þinum gömlu er þad ad ségia ad Einar 000er hard trulofadur Þorgerdi a Klaustri fosturdottur ömu Brodur þins og er hann komin þangad

vistferlum en sagt er hofid eigi ad verda i sumar og hafdi þad vist ei haldid verid firir nokkru sidan ad þar mundi koma mægdir a milli, birta mun sier inn ad súlkuni muni ættladar hiölur karlsins frænda þins og kanskie med tidini menn giöri sier von um ad fa Klaustrid handa Einari. _ Guttormur hefur verid i Vallanesi i vetur og er sagt hann berist illa af yfir hvad sier gangi seint sidan Paska hefur hann verid i Raidarfirdi hia Hialmarssen. Pétur sonur Jons vefara sem leingst hefur verid hja Sera Guttormi Palssini og græddi firr i haust dalitin son, er sagdur trulofad frænd stulku þinni Jomfru Aunnu Biörnsdottur a Eidum þo er þvi vid bætt ad hann muni eiga vist eirn ef ei tvo vetur til baka en þo fir en hann verdi utskrifadur, skodadu nu framfarir a ungu mönuum hierna. _ Sigurdur Brodur þin lifir sem hann kann eg held heldur er vidt. _ af geingin eru nu skipti eptir Sera Sigfus saluga, voru þar vid Profastar badir Sera Arni og Sera Guttormur a Hofi

og eckian Madame Sigridur meina eg þar væru meiri af leifar en men þenktu þa skuldir voru fra gengnar. _ vid hierna i husi lifum öll modur min lasin þo skarri en i firra eg hefi i vetur verid tidt og opt vesöl af ein hvurri inn vortis eimd hefur þettad stundum verid med miög sarum verkium um allan holbukin en stundum med so miklum sarindum ad valla hef eg þolad ad fötin snertu mig þo hef eg aldrei legid rumföst ottast eg þettad sieu ein hvuriar eptir leifar af firri veikindum minum til hvurs sem þad dregur, en verdi guds vilie. _ litlu stulkurnar eru vel friskar Sigridur er ordin næstum eins há sem eg er Þorun stendur i stad, Stephan litli kom heim um sumar malin er nu firir nærverandi tid so kvalin af klada i höndunum ad sinn fingurin stendur hvurt og hann getur aungvann beigt þikir mier likast hann geti ei skrifad þier linu þo vildi med ferd þessari, eckert veit eg firir vist hvad um hann verdur i haust þvi þegar Profastur kom austur um sumar malin gat eg ekkert vid hann talad

en firir mig hefur flogid ad folk a Kirkiubæ mundi heldur vilia taka honum nærst komandi vetur heldur en taka a moti oddi födur brodur þinum sem hefur verid a Hofi i vetur en eg læt þad eckert mier vid koma badir eru sama stadirnir godir hvad allar vid giördir snertir en hvad kienslu eda lærdoms framfarir snertir hef eg ecki vita hvur stadurin betri er eg læt Sera Guttorm ad öllu leiti rada þvi sem hefur lofad mier ad taka hann. _ eckert hefi eg ad niungu heirt af Siggeiri litla eg hefi a sett mier ad finna hann i Sumar ef gud lofar Einar hier kom ad Arnheidarstad i vetur og sagdi hönum ad eg hafdi giört ved firir ad finna hann i sumar hropadi hann þa upp med miklum fognudi o þad verdur mikill gledi dagur _ æ ad hann væri nu alskapadur horfin til þin i hvurri attini sem þu ert, en þu munt vilia segia ad þu hafir nog med ad vinna firir sialfum þier þo þu siert ekki tekin med barni og iata eg þad satt vera, Runolvur er ei heima hann hefur verid hia Joni Runolvsini frænda sinum sidan firir Paska en heim held hann komi firir Slattin

Myndir: