Nafn skrár:MarBja-1895-12-01
Dagsetning:A-1895-12-01
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Bjarnadóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1824-06-12
Dánardagur:1905-05-06
Fæðingarstaður (bær):Reykjavík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykjavík
Fæðingarstaður (sýsla):Gull.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reykjavik 1. des 1895

Góði gamli kunningi

Nú loksins hefur þessi alræmdi gestur, sem leti heytir yfirgefið mig um stundar saki rog en á jeg nú að hugsa um að láta þig gjalda eða njóta þess. Ætti jeg gull, eður eður gersemi, þá vildi jeg fúr gefa þjer, fyrst og fremst fyrir alla þína miklu trygð og svo fyrir þitt makalausa indæla siðasta brjef, sem kveif mig svo að jeg í anda fylgdi þjer yfir

alla þá staði er þú getur um að þú hafir komið, því ekki verður að tala um annað, en að þetta vesæla líkamanshreysi liggi fjötrað við sama stað, já nú er jeg hætt að lípta mjer um upp og verður vist minni ferðasaga mín en þín, en hvað um það. Á jeg nú að skrifa frjettir Nei! slíkt held jeg að verði ekki af, því þá gjöri jeg ekki annað en að tigga upp aptur, sem aðrir eru búnir að skrifa þjer. t.d. einsog að HElga ekkja H Jóhans heytins og ÁRni á BErgi eru gipt. Svo er nú Guðr. dóttir mín flutt með sínum manni á gamla hotel REykjavik, a til sálasorgarann og getur þú nærri hvert hún hefur það ekki gott Mikið gengur nú á í

þessum svo nefnda Sálahjálpar fer það hvað vera nærgt komið í hann, en ekki held jeg að jeg fari í hann, jeg er ekki orðin fær um að keppast við að skríða á hnjánum inni himnariki. Jeg hef n.l. heyrt að þeir á þessum í fjelags fundum væru að æfa sig á að skríða á knjánu og sá, sem er fljótastur ken?best inst í himnariki!! JEg hef heyrt að kona Erlindar á Bergi væri komin í sáluhjálparherin er að Erlindur hafi orðið svo vondur að hann hafi hótað að skilja við hana en nokkuð var það, að ekki var hún á síðustu samkomu. Guðbjörg (hjón) eru komin í og sáluhjálparherins og er hann vist einn af þeim, sem utarlega

verða í himnariki, því hann er haltur einsog þú þekkir og skríður ekki hart yfir. Nú ætla stúlkurnar hjerna að fara í kirkju, því nú á að gipta Laugu syndlausa og Jón magú þú þ kannast víst við þau, yfir höfuð hafa margir gipt sig í haust, en aldrei hef jeg drukkið mig fulla í neinni þeirra, en þú heldur nú sjálfsagt að jeg hafi fengið mjer núna neðaní því er því er nú ver, brjefið hefði þá máski orðið dálítið skárra en það er, en jeg veit að þú tekur viljan fyrir verkið. Sigurður og allir Já far kunningar þínir á þessu heimeli biðja kærl. að heilsa þjer og að endingu óska jeg að þú megir, lefa sæll, sem Salaman í sinum krima glaumi

Margrjet

Myndir:12