Nafn skrár:MarBja-1896-05-05
Dagsetning:A-1896-05-05
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Bjarnadóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1824-06-12
Dánardagur:1905-05-06
Fæðingarstaður (bær):Reykjavík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykjavík
Fæðingarstaður (sýsla):Gull.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reykjavík 5. maí 1896

Heill og sæll!

Mikið blessað tryggðartröll ert þú að mun svona vel g eptir mjer og þykir mjer verst að geta aldrei skrifað þjer almennilega aptur, þú getur ekki trúað hvað brjef þín hafa góð áhrif á mig. Jeg er alltaf í og við rúmið og óska jeg opt að þú værir horfinn til mín að rabba við mig, því aldrei er maður eins fa frjáls að skrifa í brjef einsog að tala saman.

Jeg veit að jeg þarf ekki að j segja þjer hvaða frjettir komu síðast með "buru" svoleiðis allt kemur í blöðunum, mjer þótti væntum að Guðm. skyldi verða hjeraðslæknir, bæði vil jeg ekki missa hann á meðan hannjeg tóri og svo held jeg að Gunnu minni hafi þótt vænna um að verða kyr hjer í henni gömlu Vík. Það kom mesti fjöldi af fólki frá t með skipinu úr ymsum áttum, maður í skemmti túr frá Ameriku mágur Andrjesar Fjelsteds og svo hef jeg heyrt að Torfi n a Magnússon og kona hans kæmu upp alfarin í sumar og ætlar Magnús syblum sonur þeirra að taka þau. Þau hjón kvað aldrei hafa kunnað við sig í Akeriku og því síst síðan sonur

þeirra þar fyrirfór sjer, jeg man ekki hvað hann hjer: Jeg hef als engar frjettir að skrifa því einsog þú getur nærri þá berast ekki allar frjettir uppá lopt til mín. Það frjettist með "Launu" að "Vesta" væri komin til Eriglands og hvað nytt skip eiga að koma i hennar stað og er von á því núna á hverjum degi, það var leiðinlegt að á styrið skyldi gera þeim þessar brellur jeg held að aumingja Thomsen megi geri þá gildi þegar það er allt um götu gert, ekki seður en áður en hann fór frá Höfn, það hafa verið ljótu lætin eptir því sem sagt er. Jeg held að j jeg nú bæt að hætta þessari vitleysu

og vonast jeg til að þú látir mig ekki gjalda þú þetta brjef sje auðvirðilegt. Skila beztu kveðju minni til Guðm. dóttur þínnar og óska jeg þjer og henni af hjarta gleðilegs sumars

Lífðu ætíð, sem bezt þín Vinkona

Margrjet Bjarnard.

Myndir:12