Nafn skrár:MarDan-1880-11-04
Dagsetning:A-1880-11-04
Ritunarstaður (bær):Höfn
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Margrét var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Hofn, 4 november 1880.

Elskulega mamma mín!

Brjefið þitt er nú orðið á hakan_ um hjá mjer. Mjer er farið að leiðast að skrifa, jeg þoli það heldur ekki vel. Langur tími er enn þangað til jeg kemst heim til ykkar; æ, mjer leiðist hjer svo opt! jeg veit að það er bara óþolinmæði og ógeðarskapur af mjer því allir eru mjer hjer góðir; einkum á jeg hjer mikla stoð í Halldori, jeg hefði ekki viljað þurfa að vera hjer ef hann ekki væri hjer líka. Jeg sje lítið til fru Hanstein hún fer svo lítið út. Við Anna búum hjer saman og fæðum okkur kvöld og

morgna; við lifum hjer svo spart og simfelt að jeg er hærdd um að fólki hjer í húsinu ógni, en mjer er sama um það, 0000 mín hjerna kostar víst nóg samt. Við höfum nefnilega ekkert annað en brauð og súrt smjör aldrei neitt ofan á, það er allt svo dýrt hjer. Anna segist eiga von á rúllupilsum og kjæfu að heiman, en enn hefur hún ekkert fengið; jeg átti satt að segja hálfvegis von á einhverju að heiman frá þjer með haust_ skipunum en nú eru þau komin og jeg fjekk ekki neitt. Jeg veit elsku mamma, að þú hefur ekki getað það fyrst þú ekki gjörðir það. Ekki er jeg enn farin að láta sauma kjólinn þinn; jeg var fyrst að hugsa um að láta sauma hann eins og handa mjer en svo þorði jeg

það ekki, ef hann skyldi þá ekki verða þjer mátulegur, jeg þarf því að biðja þig að senda mjer snið einhvern tíma áður en jeg kem heim, systurn ar hafa öll sniðin mín; eihursstaðar í þeim eiga kjólsniðin þín að vera. Kiddi hefur víst skrifað þjer um Elísabetu frænku okkar, að hún er send hingað á einhverja vinnus0ei000 stofnun, ekki samt hjer í Kaupmannah jeg man ekki hvað H. sagði mjer að hún ætti að far. Halldór fór niður á Phönix fyrir mig í morgun, að sækja þangað treyju sem jeg gleymdi á skipinu, og um leið spurði hann jómfrúna hvernig E. hefði borið sig á leiðinni, hún kom nefnil. með Phönix, hún sagði að það hefði verið stríð að eiga við hana hún hefði alltaf verið að spyrja hvurt

folkið hefði ekki sjeð manninn sinn, hann hjeti Halldór Daníelsson, svo hefði hún orðið vond þegar enginn hefði vitað neitt um hann._ _ Þá, það er bágt að svona skildi fara með hana aumingjann. Nú hef jeg ekki tíma til að rispa meira í þetta sinn. Bara að þú gætir skrifað mjer einhvurn tíma, elsku mamma mín, en jeg veit hvað þú átt alltjent óhægt með að skrifa. Jeg vildi óska að þú mættir verða frískari í vetur en þú varst í fyrravetur, og að guð vildi lofa okkur öllum að sjást aptur í vorglöðum og heilbrigðum. það gleður mig að Malla er að frísk= ast. Vertu svo beztu óskum kvödd af þinni elskandi dóttir

Margrjeti.

Myndir:12