Nafn skrár: | MarDan-1880-11-05 |
Dagsetning: | A-1880-11-05 |
Ritunarstaður (bær): | Höfn |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Margrét var dóttir Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3520 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Margrét Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1857-06-17 |
Dánardagur: | 1904-05-05 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Höfn, 5 november 1880. Elskulegi pabbi minn! Jeg má til að skrifa þjer nokkrar línur þá jeg hafi ekkert að skrifa; jeg lifi að halla má fyrir utan allt Kaup_ mannahafnarlíf, eða rjettara sagt fyrir síra Jónasi; jeg veit nú fyrst á eptir hvað skinsamlegt brjefið hefur verið, þegar jeg hef gleymt að segja þjer hvar jeg var stödd þegar jeg rissaði það; jeg var nefnil. um borð í Phönix á höfninni í Leith, með Eggert Gunnarson yfir höfðinu bíðandi eptir brjefinu; mjer þykir bara gott að þetta hefur ekki komið til orða með síra Jónas. Honum þykir víst slæmt að fara frá Hólmum einmitt nú, þegar brauðið er í þessum uppgangi; jeg talaði við kaupmann af vesturlandi, sem varð samferða á Phönix híngað til Hafnar, hann hafði talað við síra J. á meðan skipið dvaldi á Eskifirði, og hafði hann sagst vera búinn að fá 1200 kr. hjá norðmönnum í síldar_ landshlut síðan í vor, og hann byggist við að fá alltjent annað eins, ef tíðin yrði góð í haust, og þá má víst heita að síldar tekjur í Hólma landareign sje í þar sem fyrsta norðmannahúsið er byggt þar í sumar. Það eru líka allir að tala um hvað þú sjert heppinn, og Hólmar muni koma til að verða eitthvert bezta brauð= ið á landinu. Sira Jóhann skrifar mjer um þessa tekjuskýrslur Jónasar sem þið hafið haft að lesa; og er undarlegt, að hann vill gefa svo ósanna skýrslu, honum gengur víst ekki annað til þess, en að hafa sem mest upp úr brauðinu á meðan hann er við það. _ _ Jeg sje að það er komin óttalega langur pistill hjá mjer um tóma síld og skýrslur, og ætti jeg líklega að víkja frá því og fara heldur að tala um sjálfa mig. Jeg er frískari en jeg var þegar jeg fór að heiman; jeg hef víst ekki ímynd að mjer að jeg væri eins veik eins og jeg hef verið; jeg hefði líkega orðið eins veik og um veturinn hefði ekkert verið gjört við mig í tíma. Mánuð lá jeg með vatns- bakstra við síðuna; læknirinn varð hissa að læknirinn heima hefði ekki látið mig brúka þá fyr, og mjer hefur skilist það á honum að það hefði verið óþarfi að senda mig hingað, það er að skilja, að læknirinn heima hefði átt að geta þekkt minn sjúkdóm og höndlað hann rjettilega, en jeg held að plásturinn hans J. okkar hefði ekki hjálpað mjer mikið. Það eru dýr meðul sem jeg brúka hjer, jeg á að drekka stöðugt |