Nafn skrár:MarDan-1881-03-21
Dagsetning:A-1881-03-21
Ritunarstaður (bær):Höfn
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Margrét var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Höfn 21. marz 1881.

Elskulegi pabbi minn.

Jeg er eginlega ekki í rólegu eða ánægðu skapi þegar jeg pára þessar línur. Jeg veit ekkert að heiman,; ekkert hvernig ykkur líður síðan snemma í nóvemb. það var auma slisið með Phönix; það er rúm vika síðan við frjettum afdrif hans; það var telegrapher- að frá Spáni hingað, en í gær fengu kaupmenn brjef að heim an eru komin frá Spáni, og

með þeim greinilegri frjettir; frú Havstein fjekk líka brjef frá Reykjav. og þegar jeg vissi það, varð jeg ergileg við Kidda; að hann skyldi ekki skrifa öðruhvoru okkar Halldórs, því hann hefur þá haft frjettir að heiman frá ykkur, en jeg er nú að vona að allt hafi verið við þetta sam heima, fyrst hann ekki gerði sjer fær um að nota þessa ferð til að færa okkur frjettir. Enn veit mað- ur ekki hvort póstbrjef hafa bjargast af Phönix, og þess vegna ekkert hvað maður á að skrifa

Jeg skrifaði þjer seinast að jeg mundi verða peningalaus í miðjum apríl. Þð er víst ekki annað fyrir mig að gera en að fara til Tryggva, til að fá hjálp; líka talaði jeg um hvenær jeg ætti að koma heim; það er um aðra hvora maífeðina að gera, þan 8. eða 25. allir hjer ráða mjer til að bíða seinni ferðarinnar, bíða þess að sjá hjer ofurlítið blómlegt vorið, því það muni hjer svo miklu frá 8. til 25. maí hvað öllu fari fram, en jeg hafi ekki haft hjer af öðru að sega í vetur en ís og kulda, en þið líklega

og frú Havstein. Svo kveður þig að endingu með beztu óskum þín elskandi dóttir Margrjet.

hafið ætlast til að jeg kæmi heim með fyrstu ferð, en upp á þetta get jeg ekkert svar fengið frá ykkur og þykir mjer það leitt, en það verður líklega úr að jeg fylgist með Önnu þann 25. hún vill það endilega og seg- ist vita að þið ætlist ekki til þess, að við skiljum fyri en á Akureyri Jeg þoli vel loptið hjer, og er það þá furða eptir því sem hjer hefur verið hart í vetur. Jeg er frískari en jeg hef verið í mörg ár, en þá get jeg ekki sagt að jeg sje alh00a og varlega má jeg víst altaf fara. Jeg bið hjar- anlega að heilsa mönnum og systkin- unum. jeg skrifaði svo rækilega seinast nefnilega ein 14 brjef til Pólands

sem nú líklega eru öll á sjáfarbotninum._ Jeg á að heilsa ykkur kærlega frá Önnu og 0mínum Jóhann

Myndir:12