Nafn skrár:MarDan-1881-05-06
Dagsetning:A-1881-05-06
Ritunarstaður (bær):Höfn
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Margrét var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Höfn, 6. maí 1881.

Elskulega mamma mín!

Jeg má til að skrifa þjer nokkrar línur þó jeg sje kom- in í mestu skömm með brjefin mín; mjer leiðist svo mikið að skrifa að jeg geymi það vanalega þangað til komið er í stíma, jeg fjekk líka það strik í reikn- inginn frá lækninum mínum að jeg egi að vera í mí00um á morgun hann að skoða á mjer brjóstið mit í síðasta

sinn, og jeg fæ kann ske að dúsa í rúminu hálfan daginn á morgun. Jeg ætlaði endilega að að segja þjer það, að þið skyld- uð ekki kaupa neinar möblur eða húsgögn að Hólmafólkinu, því þesskonar hefur allt folkið hjer svo ógnarlega mikið í verði, en jeg veit að allt gamla skranið á Hlm. yrði allt með upp_ sprengdu verði. Anna hefur boðið mjer að hjálpa til að kaupa þess- háttar fyrir ykkur; hún hefur sjálft keypt þau ósköp hjer og fengið það með svo góðu verði, t.d. stóla, eins og þá sem eru

Amma biður kærlega að heilsa ykkur

í daglegustofunni hjá læknirn- um, fyrir 3 kr. hvern; það er því í alla staði mikið betra fyrir ykkur að selja ykkar Nóblur heima og þá þær aptur hjeðan. Jeg skrifa ykkur þetta ef það kynni að geta fyrirbyggt það, að þið keypt- uð nokkuð þesskonar að Holmaflk. anna fer ekki heim fyrr enn 3 júlí, hún gæti því líklega fengið svar uppá þetta áður en hún fer heim, og ef þið svo vilduð að hún keyppi eitthvað, gæti Halldór annast fluttning á því heim þegar hentugast væri í sumar. Jeg er nú bara

jeg kem heim; Vertu svo blessuð og sæl elsku mamma mín mælir þín elskandi dóttir Margrjet

svo hrædd um að þú fáir ekki þetta brjef fyr enn svo seint ef ís er fyrir norðurland- inu eins og menn eru hræddir um, og skipið því ekki kemst til akureyrar. 7. maí. Jeg varð að hætta í gærkveldi áður en jeg gat end- að þessar línur. Nú er læknirinn búinn að skoða á mjer brjóstið; hann segir að það sje orðið gott, og þotti mjer það góð tíðindi, en þetta sem jeg hafði fyrir bringsmölunum segir hann að jeg megi búast við að fá við og við; jeg hef ekki nema einusinni haft það hjer og það er ekki fyrir löngu, hann gaf mjer 00rept sem hann agð sagði að jeg skyldi hafa með mjer heim. Nú hlakka jeg til að koma heim til ykkar, jeg á ekki eptir að vera hjer nema 3 vikur. Fína biður kærlega að heilsa þjer og ykkur öllum.

Jeg bið kærlega að heilsa pabba og systkinunum, jeg get engu seirna skrifað nú þíað er líka orðið svo stutt þangað til

Myndir:12