| Nafn skrár: | MarDan-xxxx-09-15 |
| Dagsetning: | A-xxxx-09-15 |
| Ritunarstaður (bær): | |
| Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
| Ritunarstaður (Sýsla): | |
| Athugasemd: | Margrét var dóttir Daníels |
| Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
| Safnmark: | Lbs 3520 4to |
| Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
| Titill viðtakanda: | |
| Mynd: | frá Lbs. |
| Bréfritari: | Margrét Daníelsdóttir |
| Titill bréfritara: | |
| Kyn: | kona |
| Fæðingardagur: | 1857-06-17 |
| Dánardagur: | 1904-05-05 |
| Fæðingarstaður (bær): | |
| Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
| Fæðingarstaður (sýsla): | |
| Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
| Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
| Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
| Texti bréfs |
Elskulegi pabbi minn! Jeg er glöð að geta párað þjer nokkrar línur. Jeg hef verið hálf_ vegis óró í skapi síðan jeg talaði við hana frú Jóhnsen systir ekkjunnar á Hólmum; hún nefnil. sagði mjer að síra Jónas hefði skrifað þjer nú með ekki fá framgang; því mjer finnst að jeg ekki gæti hugsað til að vera annarsstaðar en hjá ykkur mömmu, alltjent fyrst um sinn. Jeg er á nálum útaf því að jeg verði of sein með þessar línur, J við vissum ekki fyr en rjett í þessu augnabliki að öllum. Mjer er ómögulegt að að skrifa meira Eggert biður eptir þessum línum. Guð veri með þjer og ykkur öllum, elsku pabbi minn! Þín elskandi dóttir Margrjet. |