Nafn skrár:MarDan-xxxx-xx-xx
Dagsetning:A-xxxx-xx-xx
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Margrét var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

S.E. Sæmundson Vopnafjörd

Hallorst=

Elskulega mamma mín!

Jeg er að bera mig að rispa heim nokkrar línur til að láta ykkur vita hvernig sjórinn fer með mig, hann er ekki góður við mig, jeg var fjarskalega veik í gær og bý að því enn, sjóveikin fer svo illa með mig vegna minna innvortis veikinda; við anna urðum fjaska aumar hún þá heldur verri því hún fjekk reglulegan brjóstkrampa og andarteppu en jeg fjekk bara mína gömlu

þraut fyrir bringspalirnar og óttalegan höfuðverk og ekkert taldi niðri mjer, en jeg er nú að vona, að þetta sje verst fyrst. Jeg er svo skjálfhent að það er mót valla hægt að lesa það sem jeg rispa. Við vorum svo lán- samar að hún Ingibjörg systir læknirsins okkar er með, hún er ekki sjóveik og hefur þessvegna getað hjúkrað okkur Önnu, en nú missum við hana á Eskifirði, frú Lára hefur líka verið ógn góð við okkur; hún fer ekki lengra en hingað á Seyðisfjörð. Jeg bað systurnar að segja þjer frá þessari ákvörðun okkar Önnu með að lina einar saman í vetur.

jeg veit að þú átt ekki gott með að hjálpa mjer neitt með mat, en það hefði getað sparað mjer mikkið peninga, jeg efast ekki um að þú gerir það sem þú getur, elsku mamma jeg veit að systurnar hafa líka skilað til þín um mjólkina, Jón hefur líklega hlegið að mjer fyrir það. Nú get jeg ekki krassað meira í þetta sinn, heilsaðu pabba hjartanlega og systkinun um og vertu svo guði falin alla tima, elsku mamma, það mælir þín elskandi dottir

Margrjet

anna biður kærl. að heilsa.

Myndir:12