Nafn skrár:MarEgi-1903-07-03
Dagsetning:A-1903-07-03
Ritunarstaður (bær):Patreksfirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Barð.
Athugasemd:Daníel var móðurbróðir Margrétar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Egilsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1861-01-20
Dánardagur:1912-09-29
Fæðingarstaður (bær):Kirkjugarðsstræti 5
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykjavík
Fæðingarstaður (sýsla):Gull.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1/8 03. r. 8/8 03.

Patreksfirði 3 Júlí 1903

Elskulegi móðurbróðir!

Þessar fáu línur eiga að færa þjer, hina síðustu kveðju systur þinnar og minnar elskulegu móður sem andaðist 23 f.m. hún leið útaf eins og ljós eptir langa og stranga fullra tveggja mánaða banalegu; hvort banamein hennar var, veit jeg

ekki, en að líkindum einhver innvortis mein- -semd. Elskulegi móðurbróðir jeg veit þú fyrirgefur þessar fáorðu línur. Með kærri kveðju til þín og þeirra, frá manninum mínum og mjer er jeg þín einlæg systurdóttir

Margrjet Egilsdóttir

E.S. Við ætlum ef guð lofar að flytja hana suður og jarða hana í reitnum hennar þar.

M.E.

Myndir:12