Nafn skrár: | MarEir-1890-08-18 |
Dagsetning: | A-1890-08-18 |
Ritunarstaður (bær): | Lækjamóti |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | V-Hún. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. b |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Margrét Eiríksdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1854-03-12 |
Dánardagur: | 1919-09-14 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Kollafjörður |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Kjalarneshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Kjós. |
Texti bréfs |
Lækjamóti 18 Agust 1890 Heiðraði vin! ástkær heilsan Jeg þakka yður einlæga lega alla trigð og mektarsemi við mig og mína, og í sama máta tvö nylega meðtekin brjef og alla meðferðina á bókinni minni, hún hefur haft mikin ábata á ferðalaginu, og kom til mín með bestu skilum með Júlí ferðinni, en vegna veikinda minna gat jeg aungvum skrifað þegar póstur gékk mest á eftir því jeg lá þá mikið nokkuð veik, og lagðist sóttin fremur þúngt á mig sem aðra hjer á bæ, en eingin dó þó og allir orðnir fyrir laungu ap kalla má vel friskir núna, og þykir nú vel enda þótt veikin kæmi á vesta tíma og gjörði mikið vinnutap. en það er alt liðið. mjer þykir vest að þjer hafið gjört yður áhiggjur útaf bókinni vegna þessarar deifðar minnar að láta yður vita að jeg hefði veitt henni móttöku, sem jeg bið yður fyrirgefningar á, Okkur liður núna vel, við höfum gott tún vel ræktað og aldrei hefur verið samt jafnmikið töðufall af því í Reikjavík við erum hjer svo lángt frá Póstskipsstöðvum þó þær gángi nú reglulega til að við þó fegin vildum koma því á markað hjá ukkur Margrjeti Eíríksdóttir |