Nafn skrár:MarHan-1899-07-30
Dagsetning:A-1899-07-30
Ritunarstaður (bær):Þinghóll
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Hannesdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1829-00-00
Dánardagur:1907-06-28
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Rauðasandshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):V-Barð.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

3/8 99. r. 15/1 1900 + 18/5 ´00

Þínghól 30 júlí 1899

Velæruverðugi herra prófastur Eg þakka yður innilega fyrir tilskrifið, eg sný mér nú strags að efninu eg fékk fáar línur frá Sigfúsi mínum med kólum hann var frá að fara á stad vestur á Arnarfjörd hann sagðist verda þar um tíma en ei nemdi hann neitt hvad hann hefði þar fyrir stafni hann sagðist hann sagðist segja mér það í nærsta bréfi, leng0é000g friðriksens á efna hag hans held eg ad sje aldrey rétt enn 00000 barnsins held eg ad eigi ei rett um að hann géfi ei vel með b000 á med því eg veit ei betur en hann leiti með því 100 krónur árlega ad minstakosti gjördi hann þad tvö fyrstu árin en þetta ár veit eg ei um þad en, ad kæmi ei med nokkurri

stúlku veit eg ekkert um en sje svo veit eg ad hann segir mér þad, eg endur tók þad í bréfi mínu til hans ad eg færi ei hédan til hans fyrr hann væri komin í þær kringumstæður ad eg væri viss um ad eg þyrfti ei ad skilja vid hann aptur því þó mér þotti sumt þungt hér þá yrdi mér ekki léttara ad fara til hans ef eg þyrfti svo ad hrekjast frá honum aptur til vandalausra því híngad mundi eg ei leita aptur. eg sje líka ad drengirnir hafa eingan skada af veru minni hér medan tengdasonur minn hefur ei annad kvennfólk en nú er, gott þykir mér ad fá ad vita ef fredriksen skrifar eitthvad meira Sigfusi mínum vidvíkandi, svo enda eg mida þennan med f0rtals bón og innilegustu kvedju til ykkar hjón- anna virdíngar filst

M Hannesdottir

Myndir:12