Nafn skrár: | MarHan-1900-08-24 |
Dagsetning: | A-1900-08-24 |
Ritunarstaður (bær): | Þinghóll |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3520 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Margrét Hannesdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1829-00-00 |
Dánardagur: | 1907-06-28 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Rauðasandshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | V-Barð. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
28/8 ´00. Þinghól 24.-8.- 1900. Velæruverðugi herra profastur! Innilegt þakklæti fyrir 2 kærkomin brjef frá yður. Jeg samhryggist innilega með ykkur yfir dótturmissinum, það hefir verið sorglegt að sjá á eptir henni, en þó máski það bezta vegna þess hve heilsulaus hún var alltaf._ _ Hjeðan eru engar frjettir að segja veturinn leið vel og rólega hátiðarnar voru mjer skemtilegar því ekkert vin var um hönd haft og yfir höfuð er mjög litið um það núorðið._ Nöfnurnar fóru báðar suður í haust. Gunnþorunn Jónsd. til að hitt gamla kunningja í R.vík en hin á Hússtjórnarskól= ann, og var til ætlast, að hún tæki við húsforráðum hjer í vor, En svo veiktist hún i vetur og var veik meiri part vetrarins og sigldi í marz og þau syskjinin, hún og Halldór bróðir hennar komu hingað bæði í vor, rjett eptir Hvitasunnu. og Gunnþ. Jónsdóttir að sunnan skömmu siðar. Halldór sigldi aptur með "Mjölnir" siðast þegar hann fór út, en nöfnur eru hjer báðar samt hefir ekki orðið af þvi enn að Gunnþ. Gunnlaugsd. hafi tekið við ráðskonu= störfunum en jeg vona það geti orðið í haust. því jeg er nú farin að þreytast við það._ _ Innfluensan kom hjer við eins og annarstaðar i vor, og tók alla hjer í húsi, nema presturinn slapp, jeg var lengi að ná mjer eptir hana, þó sje búin að þvi nú, nema jeg hef um tíma verið mjög lasin af gikt. Sigfús sonur minn kom með hvorutveggja.- og hefir allann þennan mánuð sem af er verið ágætt fiskeri og sömul. margir fengið mikla sild tengdasonur minn hefir verið með þeim óheppnari með síldina en þó alltaf fengið nóg til beitu þvi hann hefir ekki nema 1 bát i sumar. Mjer er farið að litast ekkert vel á með þetta sem jeg á hjá Jakob Gíslasyni, Halldór Gunnlaugsson fór í sumar norður að finna stjúpu sína.- og bað jeg hann að taka það hjá honum og skrifaði Jakobi.- en hann sendi ekkert en gjörði mjer orð um að það væri helmingi minna en það er.- Og mjer er sagt að hann sje farinn að drekka talsvert mikið: en jeg vona nú enn að það kunni að koma.- þvi hann lofaði að senda það seinna, en komi nú ekkert með þessari ferð, þá til jeg nú óvíst að hann láti það af hendi af sjálfsdáðum þó jeg hafi brjef i höndunum frá honum skrifað 1895. hvari hann segir mjer að jeg eigi um 1,50 kr á sparisjóði, og síðan hef jeg ekki tekið 1 eyrir af því.- Jeg er að hugsa um ef hann sendir ekkert núna með Hólum að senda honum næst afskript af brjefinu.- - Jeg var að óska mjer að vera horfin til ykkar þ. 12 þ.m. til þess að óska ykkur til lukku á 50 ára hátíðisdegi ykkar, og hefði staðið vel á skipaferðum held jeg, að jeg hefði varla stillt mig um að fara þó jeg sje rjett nýbúin að vera gestur ykkar: en nú verður þessi miði að færa ykkur mína innilegustu hjartans lukkuósk um blítt og rólegt æfikvöld.- Innileg kveðja mín til konu yðar og familíu.- virðingarfyllst Margrjet Hannesdóttir |