Nafn skrár:MarVig-0000-00-00
Dagsetning:
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Margrét Vigfúsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1868-08-16
Dánardagur:1945-12-00
Fæðingarstaður (bær):Auðsholt
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ölfushreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Árn.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1Elsku vina min Ragnhildur og Páll frændi

Eg ulta senda ukkur með brjefinu mynd af Forstuðu fólki .... Betel og mynd af okkur gamla fólkinu

sem var tekin af nemdinni i sumar og var eg að huga um að skrifa nöfn

nemdar fólgsins en ekki af okkur gamla gamlafólkinu þyð þekki það ekki og ekki hækt að útskýra það svo skyljanlegt sé

af svona mörgu fólki og syst eins og eg segi þigar þyð þekki það ekki þyð kannist við Dr. B. J. Brandson og Forstöðu Konu

Heimilisins míns Ingu Johnson sem þyð eru orðin kunnug i gegnum brjefin mín þaug eiga einga sína líka hann sem læknir en

place="supralinear">hun hjúkrunar kona hann forseti Betel nemdar en hún Húsmóðir Heimilisins það væri gaman að þeirra mikla Kærleiks

og gjafir og gæði og ljúfmenska í Kvölum og neið i öllum Sjúkdómd hættum væri komin í Bók ef rjett væri skýrt frá öllu væri það stór og fögur Bók

því sannarlega hafa þaug fórnað lífi sínu fyrir aðra í öllum sem er til að gleðja og ljetta byriðir annara enda hefur engin læknir yða Hjúkrunar kona

komist eins hátt og einmitt þaug af yslendingum þó ekki séu þaug skyld nema í stórverkum mannúðarinnar og get eg vel um þetta borið því þeirrar

hjálpar hef eg notið í stórum stýl í gegnum mitt heilsuleið strið og einstæðis skap i gegnum það alt eins og eg hef skrifað ukkur vinum mínum

heim þyð vissu um heilsu þar mitt heima slögin hef eg ekki haft hér en veikindi af ymsutæi hef eg orðið að stríða við og weit Guði

á eg þeim að þakka hvað eg er nú meir fynst það vera svo mikið að orð fá ey list en i sál minni fynst mér að blessuð miss Johnson taka öllum fram

i því kærleiks verki við mig og það er ekki ein eg

2

það er fjöldinn allur sem gæti sagt sumu sögu en dálítið mesjamt hvað fólk festir slýkt

i minni fólk er afar mis þakklátt við yslendingar vestan hafs gætum ekki mist meira en þaug hvort í sinulagi margur hefur sagt það, eg bið góðan Guð

að taka mig áður en þeirra misti við ef miss. Johnson færi heðan yrði ekki Betel leingur Betel það er eingin sem gerði það eins vel og hún eg veit að

sól Guðs dýrðar skýn fögur í kringum svona fólk, þá má eg ekki gleima að minnast á fallegu góðu konuna hans Dr. B. J. Brandson hún á sinn þátti

hans mikla göfuga starfi Já stór mikinn þátt hún minnir mig á góðu vinuna okkar Frú Olöfu Briem konu Séra Valdimars á Stóra húpi við sem þektum

þaug gleimum þeim þeim aldrey þetta fólk sem eg er að tala um minnir mig á þaug í svo óskup mörgu

við vinum hvað þaug voru Elskuð og virt fyrir gæði og fram komu við alla jafnt i litilæti og ljúfmenska og Háttpríði það er mikil Guðsgjöf að mæta slýku

fólki og njóta gæða þess Guð blessi þetta fólk og almættis kraftur Guðs sé yfir því nótt sem dag og öllu þess fólki timanlega og eilifðlega bið eg og allir

sem það þekkja og notið þess gæða já allir sem sannleikanum unna því þetta er sannleikur og getur aldrei fallið það votta eg mið mínu nafni

Margrét Vigfússon

Betel Gimli Manitópa

Canada

lesi þyð í málið

3

Eg held eg setji nafn Forstöðu folgsinins hér það er meira gaman fyrir ukkur þó þyð þekki það ekki nema eins og eg gatum fyr Dr. B. J. Brandson

og Húsmóðir mina Miss. Ingu Johnson og Jónas Jónsson Alþingismann sem her var staddur á Betel þigar myndin var tekin nemdar mennirnir komu mið

hann hingað

Frá vinstri hendi fyrst

Þórður Þórðarson Dr. Baldur Alson Jónas Jónson alþinginsm Dr. B. J. Brandson Forstöðu konan miss. Inga Johnson Jón Sveinson

Sigurður Melsteð,

Svo er Forstöðu fólkið með okkur gamla fólkinu mennirnir til hliðar niðri á stettinni en Dr. Brandson sjestvalla því einn gamli maðurinn skyggir á hann

sem stendur fyrir framan hann þyð taki eptir því en Húsmóðir er i hópnum uppi þyð þekki hana hún er i Juneforminu ens og á hinni myndinni mið nemdinni

eg stend fyrir neðan hana og aðra konu eg veit þú Ránka vina mín þekkir þú sagðir einu sinni i brjefi þú þektir mig undir eins og litir mig og því trúe eg Kjóllinn

er svo skræpóttur á myndinni seigðu mér hvort þú þekkir mig næst þigar þyð skrifi eingin er hér á heimilinu úr Árnessýslu nema eg við erum öll sitt úr hverju

sauðahúsi gumlu Börnin hér það er einn maður sem Jón heitir og kallar sig Reykjalín bróðir Skúla sál. sem einu synni var á Berghil og maður er hér sem heitir

Páll Hansson systur sonur lárúsar Sál. Homapatha svo er að seyja ukkur að hér er maður sem Sveinbjörn Björnson Heitir sem verður 1 hundrað ára 14

næstkomandi mánuð er enn skýr og glaður les með gleraugum telpir spelar gekk í kring i sumar úti og núna um Húsið hann er úr Bárðarstrandar sýslu á Islandi

miss. Johnson Húsmóðir okkar æltar að haf Keyk fyrir hann mið 1 hundrað kertum á amælinu hans við vonum hann lefi þángað til taki þyð

eptir hann er þyðje

4

maður i efstu röð þigar geingið er niður stegatroppunar því fólkið stendur í tröppunum niður á stett i hóp maður með staf við hliðina á honum stendur Jón bróðir

Skúla og í þeirri röð er Páll stendur við blómin það er svo hart að lisa þessu fólki fyrir ukkur sem ekki það i þekki það

en eg hef gaman að senda ukkur þetta til þyð sjái hvernin við gumlu Börnin litum út og hvað vel við erum klædd

og ánægjuleg í útliti sem erum þó á áttræðis og níræðis aldi mesmunandi hátt komin í þeim stega eg hafði gaman að senda ukkur heiim mýndinnar því sjón er sögu

ríkari eg sendi ukkur myndi af Húsinu Betel í fyrra svo nú egi þyð það og svo þetta eg veit mörgum heima þykir gaman að sjá þessa gumlu landa sýna og veta að

við biðum hér í sólsetri kvelroðans á Hyggju laus fyrir lifinu því vel hugsar sú sem ræður hér fyrir því sem við þurfum mið hún gerir lifið okkar eins bjart og skemtilegt

og notum við hvert fyrir sig þau gæði eptir því veti sem Guð gefur okkur og elisfari við gumlu Börnin erum ekki öll á myndinni sumt er i rúminu en sumt vildi ekki láta

taka mynd af sér það eru átta mans hér alvig blynt 4 menn og 4 konur og fleira sem er hálf blýnt en alt sem fyr á fætur fyr niður í stofuna fyrir messu og lestur það

er messað á hverjum sunnu dags morni og lesið á sama tíma kl. hálf 10. við erum hér 52 og síðan í birjun september hafa 5 manneskjur dáið hér fjórar konur og einn

maður og altaf kImur jafnhraðan í skarðið því nóger til af aumingjum sim biða þessa breitingu var eg leingi að átta mig á en nú er eg búinn að venjast því alt fólkið er

hreit og vel til fara enis og alt heimilið er hvar sem litið er og úti líka, eg hef þetta ekki meira Guð blessi heimilið okkar og þá sem því stjóna og alla Islendinga vestan

hafs og austan

Margrét Vigfússon

Myndir: