Nafn skrár: | MarJon-1899-01-22 |
Dagsetning: | A-1899-01-22 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3910 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Marteinn Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi,gullsmiður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1836-07-21 |
Dánardagur: | 1920-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Kelduhólum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Vallahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Kéldhólum Hnusa P.O. Jan:22 1899 Kæri Tengdabróðir! Oskir allrabeztu! Loksins fer jeg að þakka þjer bréf af 27 Júlí síðastliðið sumar sem jeg meðtók 24 August. Við Guðr: vorum þá búinn dálítið að frjetta í gegnum Lögberg um sorgarástandið hjá þjer og þínum, svo við urðum þá feiginn í bráð að fá bréf og greinilegar frjettir af ykkur í þínu húsi. jeg seigi þjer satt Gísli minn góði, hugir okkar hafa síðan trúlega náð heim til þín og þinna. - Guð huggi þá sem hrigðin slær.- Í fyrra vetur skrifaði jeg þjer um þetta leiti, og svo þar á undan rjett fyrir Jólin, sem þú seigir í bréfi þínu að ekki hafi komið til skila. það og margt fleira er alltaf að sannfæra mig betur og betur að Islenska póststjórnin ef ílla með Ameríku brefin okkar svo það fer ekki að verða til neins að skrifa það eina sem jeg fæ fljótt og vel að heiman er það sem fer beina leið af Seiðisfirði til Englands.- Þetta liðna ár hefir verið líkt og hin þar á undan að við höfum lifað þægilegu og rólegu lífi, tvö á kotinu, ellilasleiki er nú samt af og til að gjöra vart við sig, enn ekki höfum við samt enn þá þurft að fá okkur mannhjálp eina dagstund, nema dálitla hjálp í slætti keypti jeg mjer í sumar. Vetrartíðin í fyrra vetur var heldur góð og endaði með auðri jörð viku fyrir sumar, vorið var þurt og kalt framm í Juni lok, fyrir það fjekk jeg 3 kyrfóðrum minna í sumar af heyi úr garðinum mínum heldur enn hitt sumarið, nefnilega ekki nema 7 í sumar þar af heyjuðum við G. 6 og af þeim seldi jeg 2 því jeg þarf ekki nema 4 sjálfu. gripa eignin er nú í vetur 2 kyr 16 kindur, Jeg lógaði 1 kúnni í haust, enn fjölgaði aptur kindum. kyrin gjörði í 475 heyskapar tíðin mátti heita góð í sumar þó dálítið væri votviðrasamt í Júlí og August eptir það var bezta tíð þar til 20 November að komu grimm frost og snjóar sem hjelst framm í byrjun Des: svo góð tíð þar til milli Jóla og Nýárs að aptur gekk í frost og dálitla snjóa sem hjelst til 10 Jan. Kartöflu uppskjeran í haust 110 bussel. Um mánaðamót Aug: Sept: voru hjer á ferðinni sjera Jón Bjarnas:, hann var hjer nótt, og þingmaðurinn okkar Sigtriggur gjekk hjer um garðinn minn og setti svo álit sitt í 46 næstliðið vor fjekk jeg til jafnaðar 8 Jeg ætla að vona og byðja að þú lifir til að senda mjer línu í sumar beina leið frá þjer til Englands, og þá verð jeg að reyna til að lifa og taka á móti. Maske B. mágur vildi leggja í fjelagið með þjer.- Guð blessi gamla landið. Guð blessi líka þig, Marteinn og Guðrún |