Nafn skrár: | MarJon-1901-05-30 |
Dagsetning: | A-1901-05-30 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3910 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Marteinn Jónsson |
Titill bréfritara: | bóndi,gullsmiður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1836-07-21 |
Dánardagur: | 1920-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Kelduhólum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Vallahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Keldhólum 30 May 1901 Hjer sje Guð. Sælt og blessað fólkið! Jeg vildi jeg sækti nú vel að ykkur. Sæll og blessaður tengdabróðir, sæl og blessuð Anna mín góð, og sæl og blessuð börnin góðu, - já - pabbi seigir þið sjeuð góð börn, hann hefur aldrei logið í mig, það er okkur hjerna stór gleði að heyra það af ykkur, enn það er enn stærri gleði aldraðra foreldra og allra stærst gleðin og gagnið fyrir góð börn er að hafa í meðvitund sinni fyrirmæli fjórða boðroðsins framm á lífsleiðina. Jeg var samt ekki hræddur þó pabbi hefði þagað. - Blessaður vertu nú Gísli minn góður fyrir bréfið þitt af 8 Jeg er nybúinn að klóra Halldóri frænda og kvittjera fyrir bréf hans, þar er æfisaga okkar hjerna fram að Aldamótum, svo hjá þjer. Nýja öldin byrjar með prestskap Runólfs í n Ísland ekki er hann samt hingað kominn með konu sinni og flutning fyrr enn 21 Jan: - þó voru mindaðir 4 söfnuðir í N. Isl: sem hann var búinn að taka að sjer að þjóna, - mindun þeirra safnaða var hans verk, 2 í Víðirnesbygð, stærstur allra Gimlisöfnuður, þessvegna óhjákvæmilegt annað enn hann hefði þar sitt fasta aðsetur þessvegna keypti hann landið Mæri nálægt Gimli. 2 söfnuðir í Arnesbygð, í Fljótsbygð eru 4 söfnuðir, 2 sem R. tilheyra nefnilega Breiðuvík og Geisir, enn Bræðrasöfnuð tilheyrir Oddi G.s. þó það sjeu reindar ekki nema faeinir menn. Ísafoldar söfnuður stendur hjá enn þá, svo hefur R: 1 söfnuð í Mikley. Svo eru nú þessi hjón komin hjeðan að í Mæri 11 Apríl enn í dag er hún komin til Winnipeg, til að verða móðir, enn hann starfar vinnugefinn í stöðu sinni. - Ingunn Sigurgeirsdóttir er ættuð úr Bárðardal Þingeys: móðir hennar er dáin fyrir mörgum árum, systkynin eru 5 í Winnipeg en 2 á Isl: Sigurg: giptis 2 Eins og Rúnólfur er góður sonur svo er hún góð dóttir, hún var búinn að vera 3ár bústýra hjá stórbónda og barnamanni í Dakóta sem feiginn hefði viljað eiga hana enn þaug voru gamal kunnug frá Winnp: R. og I. hann kostaði hana á æðri skóla 2 vetur, hún er því vel viti borin og vinnugefin laus við hjegómaskap sem mest er af Það er mín hjartans ósk að nýtt Kristindóms lif komi með nýrri öld í nýja Ísland mitt þess þurfti með, þá hef jeg alltaf haft og hefi enn von um að fleira gott muni á eptirfara í likamlegum efnum. Mjer hefir alltaf fundist að menn hjer vera svo fáfróðir í boðorðinu gamla að gjöra sjer jörðina undirgefna, enn að drottna yfir hvítfiskinum í Winnipeg vatni duglegir. Nú er jeg mikið hugbetri. það er eitthvað nýtt að vakna af svefni t.a.m. eru 9 fjölskyldur væntanlegar daglega úr jarðræktardýrðinni í Dagkóta sem búnar eru að taka sjer lönd í Geisirbigðinni, sú bigð er frá W:vatni í vestur frá kaupstað okkar í Breiðuvík 8 mílur þar er nú hver bóndason í þeirri bigð sem aldur hefir fengið nýbúinn að taka land, því þar er nóg af góðum löndum. Það er samt alment í n. Isl: verið að taka lönd, og um leið eru löndin að hækka í verði, t.a.m. Mæri 400 dollars Hjer í vetur var landstjórnin að taka manntal enn hún vildi vita fleira en höfðatölu manna, hún þurfti að vita efna ástand og hvað menn virtu löndin sín, ekki samt til að hækka útgjöld bænda hjer í kringum mig held jeg einginn hafi verið fyrir neðan 800 dollars í virðingu á landi sínu. Í fyrrasumar kom töluvert af fólki að heiman hingað sem eru að taka lönd. Dagana fyrir Uppstigning var Rúnólfr hjer hjá okkur að undirbúa 5 börn til fermingar, þar af voru þeir synir Jóns okkar Sveinss og Jóhönnu, Kristján og Brinjólfr annar 18 en hinn 20 ára, það er hjer talið betra að maður sje Þinn meðan tóri Marteinn Jónsson |