Nafn skrár:MarJon-1903-04-04
Dagsetning:A-1903-04-04
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3910 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Marteinn Jónsson
Titill bréfritara:bóndi,gullsmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1836-07-21
Dánardagur:1920-00-00
Fæðingarstaður (bær):Kelduhólum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Vallahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kéldhólum 4 Apríl 1903

Hnausa P.O.

Elskuleigi tengdabróðir.

Bréfið þitt af 13 Juni er þakkanlega meðtekið seint í Febr: 25 - Mjer var nú orðið meir enn mál. - Síðan í fyrra vetur að jeg skrifaði ykkur Halldóri frænda í Gilsárdeigi, enn frá honum hef jeg enga línu fengið, og var jeg í alt sumar að vonast eftir línu, með framm af því að kona var á ferðinni úr næsta bæ við hann og í næsta bæ við mig. - Enn hvað um það, - jeg er búinn að lesa um þægilega líðan þína og þinna, mjer fanst jeg á meðan vera staddur heima hjá þjer og vera að skoða þínar líkamlegu kringumstæður og fanst mjer þú meiga vera vel ánægður með heimilislíf þitt, mjer virðist

það mjög svipað síðasta brefi þínu, og sama er af okkur að seigja hjerna lífið líður svona afram í þessu værðar móki, líkt og skáldið seigir Rólega lífs þá líður leið gegnum þenna heim, gjafarinn góður hlutanna géfur okkur ánægjanlega daglegt brauð, þó ellinn sje dálítið að gjöra okkur aðvart að dagur sje að kvöldi kominn að búast við hátta málum.

Þú seigir í bréfi þínu að þú hafir verið 68 ára í haust, enn eftir mínum reikningi varstu 67 sem jeg miða við áratölu okkar fyrst þegar við fundustum í Khöfn. Jeg nenni ekki að telja fram búskapar innihaldið Það er allt líkt og verið hefur. - Enn undirstaðan undir þetta líkamslíf eins og það andlega, er okkar elskuleigi Kristindómur eða barnalærdómur sem við höfum með okkur úr foreldrahúsum

Það er mesta og bezta auðlegðin í þessum heimi, og það eina sem fylgir manni úr þessum heimi. - Miklir lukkumenn erum við Gísli minn að hafa átt jafn sannkristna foreldra. - Nú er öldin önnur, já mikil breyting er nú orðin á Íslendsku þjóðinni frá okkar úngdóms árum, mjer fynst líka jeg lesa meiningar þínar á millum lína í þá átt, það getur verið að sumar þessar breitingar sjeu til batnaðar, - 300 menn komu að heiman á síðasta sumri og 200 á næsta sumri þar á undan, enn ekki hef jeg haft tal af nema fáum, enn það sem þeir seigja stendur heima við frjettir sem blöðin koma með. - Orðið mentun og framfarir eru á flestra vörum, enn vagsandi örbyrgð bændastjettarinnar alment á vörum manna sem að heima koma, jarðir að

leggjast í eyði í sumum sýslum landsins og bændur að flytja úr sveitum til sjóar. Opt er hugurinn heima, einkum á nóttum, enn ekki langar mig heim - Lof sje þeim sem leiddi mmig híngað. - Jeg vona þú lesir Lögberg og Sam: þó aldrei viti jeg það með vissu, þar gétur enn heilsufar Rúnólfs okkar, hún er nú á Bataveigi, hann hefir mikið að vinna, og vinnur af miklum áhuga fyrir málefninn. Lögberg hefir líka sorgarsögu hjer úr N: Islandi um mann sem brann inni með 2 börnum sínum, Steffán að nafni Oddleifss hann var mjer og fleirum að góðu kunnur fjehirðir í mínu safnaðar fjelagi hjer í Breiðuvik og hjerum 4 mílur milli heimila okkar. - Nú er bæði í blöðum og manna munnum mikið gétið um innflutningar til Manitoba og Norðvestr landsins bæði frá Evropu og Bandaríkjum. Ardalsbygð Íslendinga vestur af Geysir er óðum að byggjast, þar er landnemi Hokkar Abrahams: á 80 árum, líka Sigf: Sveinss: fyrir annan mann. - Þú verður nú að halda mjer til góða, jeg er orðinn handstirðari heldur en þú að halda á penna, svo hef jeg venju fremr verið lasinn í vetur. Guð annist þig og þína, heit bæn

Marteins, Guðrúnar Bjarna Rúnólfs

Myndir:123