Nafn skrár:OlaOla-1858-10-30
Dagsetning:A-1858-10-30
Ritunarstaður (bær):Syðra-Vallholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Ólafur Ólafsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1807-00-00
Dánardagur:1888-00-00
Fæðingarstaður (bær):Dýrfinnustöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Akrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Sÿdra Vallholti 30ta dag Oktobr m. 1858.

Heýdradi Elskulegi Vinur og kunníngi!

Jeg Dragnast þá til um síðir ad þakka Ydr Innilega fyrir öll tilskrifin, og med eínu þeýrra fÿlgjandi sendíngu, hr, Jónslaga-bókina, sem þér hafd allt gjört í bestu meíníngu, jafnvel þótt eg met þá bók Aldrey eíns vel og Sumir adrir.- I frèttum er fátt nema Okkur hér í húsi lídur bærilega og flisa lauSt enn þá fyrir Dr nád, jafnvel þótt bædi ár ferdi og audfarir allan núna sjeu Svip þúngar og kvídvænlegar, í hvörja átt sem litid er; og ekkert veit jeg nú hvörnig best er ad vera, og þá enn síður hvörju fram vindur, því ófrelsi og kúgun er nú farin ad keýra úr hófi med fleysstu móti.- Jeg hlít þó ad koma til Efnisins sem er ad jeg bið nú Gísla Þorláksson frá Miklabæ vinnum. Prófasts J. Hallsonar ad vitja til ydar þeýrra 16 ta kaffi sem þér gjördud Svo vel ad handfesta fyrir mig, og fylgja hermed 4rd 32s sem borgun fyrir þad eptir á vísun í bréfi ÿdar; enn nú er jeg í ummfángi med ad senda hest nordur undir

kaffi og konnu v. því lítid er um þeSsháttar vörur hér í Hununum, enn þó er jeg en ekki full sádur í ÞoSsid, og þad hellst vegna þeSs ad verid gjefur ad verra sje ad láta Penínga en vörur Nordur, og máski búið ad Setja allt upp.-

Vænt hefdi mér þókt um ef þér hefdud gjetad Skipt um vid mig kjæri vin! á Bókinni sem þér gáfud mér og Jóhnssens Jardatali, því og ann þeyrri Bók mikid, enn hefi en ekki gjetad EignaSt hana, og mætti hún vera í því ókostbærasta bandi sem verda vildi, en hvad sem því líður þá leifi eg mér ad senda ydur aptur Jóns bókina í þeyrri von ad þér getid Seldt hana eín hvörjum, þar Svo Príðilega en frá henni gángid ad því leyfi sem ydar verda Snertir; En fyrir alla muni mis vyrdid þó ekki þetta vid mig gódi kunníngi, þótt jeg í hreínSkilni seígi ydur hvad mér hefdi af bókum verid gódfeldast, sem aldur er á mynst; En þótt þér hvörki gjefid þetta Nú né sýdar mun þad ekki Raska okkar Litla kunníngsSkap, því síður sem jeg ekki í þeyrri verid sendi ydr kyndina, ad þér værud ad borga hana tvisvar, því þad var ádur gjört. þad sem þér í Bréfi ydar minniSt á Penínga lánid gét jeg í þetta sinn ekki ekki Sagt ydur neitt á reydan legt um, Nema Nú sem

stendur eru Skildíngar mínir- því verr- úti standandi hjá Ymsum, til síns tíma og máske lumpast til síns ótíma, jafnvel þótt jeg hefdi hug á ad láta Svo ekki leíngi Standa, þá er margt betra vidureignar enn ad ná út láni hjá ímsum mönnum, enda þótt fullíkir sjed á litnir; Ef vid hefdum getad sjed ein hvörn tíma Augliti til Auglitis hérna í tímanum þá hefdi mátt rádslaga hitt edr þetta eda hvad? Ekki má nú þetta raus verda leíngra ad sinni, Samt á jeg eptir ad heilsa ydur kjær og ykkur hjónum frá konu minni Sem á Samt mér óskar ykkur allrar lukku og bleSsunar í brád og leingd Inn til enda lífsins, seígir ÿdar þènustu skuldb. kunníng

OOlafsson

S.T.

Herr Bókb. J. Borgfjörd

á/ Akureyri

Bréfinu fylgir Bók, og 25rd Ríkism.

3 Oktobr 1858

Myndir:123