Nafn skrár:OlaOla-1858-12-10
Dagsetning:A-1858-12-10
Ritunarstaður (bær):Syðra-Vallholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Ólafur Ólafsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1807-00-00
Dánardagur:1888-00-00
Fæðingarstaður (bær):Dýrfinnustöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Akrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Sydra Vallholti 10da dag Decbr m. 1858.

Heýdradi ástkjæri Vinur!

Allra bestu þakkir fÿrir ydar gódu og Skylríku frammistödu fyrir mig med þad sem eg bad ydr útrètta seýnaSt, hvad ydur hafdi farist eíns og jeg eptir vænti allt med sóma og trú mensku. enn þó mér þækti búst ydar hellst of radfátt, verd jeg ad vyrda ydur til vorkunar, og vona nú eptir sedli frá ydr med þeSsari ferd ef þér hefdud betri tíma, og þesí naudsynlegustu fréttum, ef PóStur vor væri komin, en þad kalla jeg naudsynl fréttir sem snerta hagi okkar Isl. bædi med tilvonandi prýs á vörum Inn- og út-lendum m.fl.- Ekki gét eg ad mér gjört ad kvarta ekki eítthvad á ydr í hvört sinn sem færi géfst, og sendi ydur nú Ilát undir 1 pott af Rommi sem jeg heýri Sagt ad fáist hjá Gunn gamla, en ekki treysti eg nú þá þeSs ad Gódi Beýsendur sem núna fara med útvegur því bid eg ydur kjæri Vinur! Gjöra svo vel ad útvega mér þetta, þad á ad brúkast til medala og verda ad Gíktar Rommi. Verdid er hjá Erlendi JónsSyni frá Stóru gröf sem jeg bid fyrir sedil þenna.-

Jeg vildi þér værud nú komin híngad um Jólin mér til gamans, því margt mundi eg tala þá vid ydr sem jeg hvörki vil edur nenni ad skrifa. Er nokkurt vid edur Vegur í ad Setjast nidur á Akureýri sem smá Borgari? þad er fleýsth Illt ad Skunda sjer til gagns á þeSsum tíðum; I bréfi hafid þad eitt sinn Spurt mig ad hvad þér ætlad ad láta prenta ydur til hagrædis, og er því ósvarad en af mér, er hefdi jeg verid nálægari Prentsmidjunni mundi jeg hafa lagt á Vogun med ad láta prenta Rímur af Hrólfi Gautrekssyni kvedna af Hjálmari gamla á Hinni okrum, bædi er Sagan falleg, og kvedskapurin, er í allfárra höndum, enn ekki fer ætíd eptir því med almenníngs álitid hvad eitt edur annad er Naudsynlegt, heldur hvad fágjætt þikir og skemtilegt, og veit jeg þeSsar Rímur yrdi hér víða í Sveit keýptar, en æti mikid mundi þurfa til upplagsins, því þær eru bísna mikid mál.-

Eru menn fyrir nordan Sumir ad borga húnvetvíngin Nidurskurdin, en Ekki fyrirskurdinn, því hann er ekki komin en, eda hvörnig geíngur þad málefni? Jeg vona eptir línu frá ydr kjæri kunníngi! og bid ydr Jafnframt ad kaupa fyrir mig gód Spilakvat 1stj. sem fyrst.-

konan mín heílsar ykkur hjónum kjærl. og Setzelja litla óSkar ydur lukku.-

Jeg er nú verdir leidur á ad hripa þetta í sem Semda er þad nú farid ad verda hálfljótt.-

forlátid þad allt Semad ydar heydrandi og fiskandi þénnstu Skuld 6.

kunningja

OOlafsSni

P.Sk. Gjörid svo vel ad forsigla þad sem þér sendid eíns og í haust og kaupid fyrir 6st: vel vandada Stálpenna ef fást Erlendr á ad borga.- 1000S. Sæll.-

S.T.

Herr Bókb: Jón Borgfjörd

á/ Akureyri.-

13 des.

Myndir:12