Nafn skrár:AsgAsg-1894-11-28
Dagsetning:A-1894-11-28
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ásgeir Ásgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reykjavík 28/11 1894. Svarað 20/1 1895

Síra Einar Friðgeirsson!

JEg þakka yður fyrir viðtökurnar síðast og góða viðkinningu. Hesturinn sem þjer geimduð fyrir mig í haust er nú tapaður eins og þjer mamuð

rend="overstrike">h hafa frjett og er það efni þessa miða, að biðja yður, ef þjer f viljið svo vel gjöra að

spurjast fyrir um hann og Koma honum til Þórðar Þórðarsonar á Leirá ef þjer nokkurstaðar gætuð grafið hann upp. Jeg skal borga yður ef þjer hafið nokkuð ómak

fyrir honum. Jeg auglýsti hann í Ísafold og vona þessvegna til að hann komi til skila; en jeg bið yður þessa af því að jeg held að hann sje þarna

place="supralinear">einhverstaðar

í Kríng þó hann hafi ekki fundist, því jeg veit ekki til að hann sje strok??nur, en þó getur verið að hann hafi ráfað eitthvað í áttina, og jeg

hef hálfpartin frjett að það hafi sjest hestur líkur honum einhverstaðar upp í Norðurárdal en jeg veit ekki hvort það er nokkuð

hæfasatt í því. Hjeðan er ekkert að frjetta öðru nýrra nemá Laura er komin og sagði hún ekkert í frjettum.

Jeg bið yður að fyrirgefa þessar ófullkomnu línur og vona til hins besta af yður í þessum vandræðum mínum.

Með vinsemd og virðingu,

Ásgeir Ásgeirsson

Myndir:12