Nafn skrár: | XXX-1903-04-18 |
Dagsetning: | A-1903-04-18 |
Ritunarstaður (bær): | |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafnið á Akureyri |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | óþekkt |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | ? |
Fæðingardagur: | |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Háagerði 18. Apríl - 1903 Herra Consul J. V. Havsteen! Nýr vinskapur, góð framtíð þökk fyrir næst. Eg hef fundið Jón Stefánsson á Dalvík og við höfum talað okkur saman, Eg bað hannað finna Jóh. Holti því fyrir hans orðmun hann beygja sig. - Eg skal fullvel sjá um sem þar eru, en svo hef eg talið ásamt Sveini á Þverá að í framdalnum verður nálægt því sama, eða sem sagt, hérumbil hr. H. Havstein hefur hér í hrepp; og eg vona að þegar hr. H.H. kemur hér úteptir, að hópurinn heldur stærri. - Það eru þó norrir sem ekki standa á Kjörskrá þeirri í fyrra, en eg heimta það af oddvita að þeir verði teknir á aukakjörskrá, þeir menn sem hafa atkvæðisrétt á þessu voru. - reynir að spilla fyrir H. H. sem honum er mögulegt, og segir við má sjá hvað "Telegrafinn" er þjóðhollur, að mótmæla sómamönnum, er einkenni hrínglara og slefbera. Eg talaði við mann út Ólafsfirði sem mótmælti hr. H. Havstein, en eg skýrði fyrir honum hvað mikið hr. H. H. væri búinn að vinna fyrir land og lýð, og ætti óefað margt eptir óunnið. Og við þær fortölur sem þó voru allar sannan snérist maðurinn alveg með hr. H. H. og svo gæti verið um fleyri ef með lagi er að farið. Þeir sem lesa ritgjörðir hr. H. H. í - Eg mun reyna til eptir megni að stuðla að kostningu hr. H. H. án þess að eg hafi verið og min hjartans sannfæring að hr. H. H. sé hinn rétti þíngmaður sem vér þurfum að fá fyrir kjördæmið; og eg óska að honum megi auðnast að fá fullnægjandi fylgi við næstu kostningar hér. Að síðustu óska eg yður gleðilegs komandi sumars, og ánægjul. þingkostnínga í vor, og sannarlega eigið þér þökk og heiður skilið fyrir fram komu yðar í þessu máli, sem mótflokkurinn berst með hnúum og hnefum á móti. - Fleyra þegar við finnumst næst. Meðvinsemd |
Myndir: |