Nafn skrár:xxxx-1870-07-28
Dagsetning:A-1870-07-28
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Valgerður er kona Halldórs
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Valgerður Finsen
Titill viðtakanda:
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:óþekkt (líklega frænka Valgerðar)
Titill bréfritara:
Kyn:?
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reykjavík 28da Júli 1870

Elskulega Valgerður!

Nú ættla jeg að reyna að pára þjer fáeinar línur, af því að jeg er farin að hálfskammast mín fyrir hvað jeg hingaðtil hefi verið löt að skrifa þjer, þó jeg nú raunar

ekki hefi fengið svo fjarska mörg brjef frá þjer. Af sjálfri mjer gét jeg ekki sagt þjer neitt annað, en að mjer liður eins og vant er mikið vel. Eg efast ekki um, að allir

skrifi þjer þessa sömu gleðifreng og jeg ættla mér að skrifa þjer, nefnilega, að Stína Gúðmundsen sje trúlofuð Dr Krabbe, jeg efast ekki um að þú hafir heyrt hans

gétið, því hann kom hingað til landsins fyrir sjö árum, og var þá mykið kunnugur Jóni bróður þínum. Hann kom upp núna með gufuskipinu eingöngu til þess arna

og ættlar að fara með því aptur og kémur

svo ekki fyrr en að vori aptur til að sækja hana, hann hvað búa í Höfn og vera í mikið góðri stöðu. Jeg er hrædd um, að Stína kunni hálf illa við að þurfa nú að

fara að taka upp danska búninginn aptur, en það má hún þó vist til að gjöra. Jeg var svo óheppin að vera ekki heima þegar að þau komu hingað svo jeg hef ekki sjeð

hann enn, en móður þinni leist mikið vel á hann. Ekki er sjera Benedikt komin enn, og held jeg Gína sje farin að verða nokkuð óþolinmóð, því það er svo langt síðan

að hún fór að vonast eptir honum. Rikka biður kærlega að heilsa þjer, hún sagðist vera hrædd um, að hún ekki mundi nenna að skrifa þjer núna; henni og börnunum

líður mykið vel. Amma mín biður líka að heilsa þjer hún hefir verið veit og legið í gær og í dag, jeg vildi óska að hún færi nú ekki að veikjast aptur. Jeg bið kærlega

að heilsa Gunnlögi og Steingrími og segðu Lauga að jeg hafi ekki viljað senda honum heftinn núna, af því að faðir hanns hafi einungis nefnt þessa nótnabók, í

brjefinu til Óla, en hann gétur þá fengið þau með næstu ferð ef hann vill það. Nú þykist jeg vera búin vel að gjöra, að skrifa

Myndir: