Nafn skrár:PalJoh-1857-01-28
Dagsetning:A-1857-01-28
Ritunarstaður (bær):Ytri-Bægisá
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Páll Jóhannsson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1837-08-09
Dánardagur:1910-11-14
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Öxnadalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Syðri-Bægisá
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öxnadalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Ytri Bægisá 28 janúar 1857

Gódi vin!

Innilega þakka eg þér fyri alt gott, einnig fyri til skrifid sem eg medtók í gærdag. Af því madur hér af næSta bæ fer í Kaupstad, hripa og þér þeSsar línur og bid eg hann ad taka Jólagjöfina, og frétti mér mjög vænt um ad þú gakt útvegad mérhana, en stódu utan um og forsigladu hana svo kallinn ekki géti skèmt hana, ekki sendi og þér verdid fyri hana eda hitt þetta sinn, og held eg þú megir halda eg atli gjörsamlega ad setjast um altSaman Búinn er eg ad selja Reykníngsbókina, einnig þad fleSta af Rímanum, en ekki er eg búinn ad fá neitt inn fyri þar. Ekki gjöri eg rád fyri eg géti ùtvegad þér Bíblíukjarnann því hvergi veit eg af honum hér í grend; Þad eru ekki þeSsháttar menn hér ad þeir sækist eptir þeSsum nýu bókum, heldur eru þeirra skilníngsvit og tilfinníngar daufar fyri öllu þeSsháttar; sjálfur hef eg ekki en þá séd hann, en gjarnan skal eg reyna þar Sem helst, væru líkindi til ad hann kynni ad vera

og þá koma honum til þín; en ekki veit heldur um dýrleika á honum. Láttu mig vita ef þér liggur á þeSsu sem þú átt hjá mér þá skal eg reyna ad láta ekki leingi standa á því.- Þrjá bréfmida sem fylgja med þeSsum vil eg bidja þig gjöra Svo vel og koma réttleidis med viSsum ferdum; en láttu þá heldur liggja hjá þér en senda þá med óviSsum ferdum.-

Forláttu flýtisklór þetta þínum eins vin

PJóhannssyni

Eg bid ad heilSa konunni þinni!

Myndir:12