Nafn skrár: | PalMag-1866-02-23 |
Dagsetning: | A-1866-02-23 |
Ritunarstaður (bær): | Kjarna |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafnsins |
Safnmark: | ÍB 100, fol. A |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðingur |
Titill viðtakanda: | bréfasafnari |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Páll Magnússon |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Kjarna 23 Febrúar 1866. Heidradi vin! Hafdu þökk fyrir brjefid þitt af 8 Nov. f. á.! Jeg kunni einhvernvegin betur við ad hripa þjer línu med þessari póstferd, og lofa þjer ad vita, ad jeg ljæri þó ennþá, og lídi í flestu tilliti við hið gamla, sama húsgangs og bjargálma barlid; Skuldir nógar en þó ögn ad jeta! Ertu búinn ad fá Lögregluþjóns embættid? Ill þykir mjer hreppstjórnin, þó hefdi jeg hálfgaman af henni ef jeg væri betur ad efnum búinn og þyldi allar þær frátafir er hún eykur manni. Vel fór þingid med hreppstjóralauna málid fá! medal annara orda: útvegadu Hrafnagils hrepp 1 Expt. af seinustu þingtídindunum, og sendu mjer med Kristjáni eda póstinum og Kvill eradu mínvegna fyrir móttökuna ef þarf. Jeg borga flutningin þegar hingad kemur. Mig mynnir n. f: ad hrepparnir geti fengid 1 Expt. ókeypis af þing tíd. enn verdi ad kosta flutningin; en jeg man ekki hvernin madur á ad bera sig ad, en ímynda mjer ad þessi rádstöfun mín sje nóg. Friðb. Steinss. hefur sagt mjer, ad þú hafir skrifad sjer, ad rímstædi nokkurt er þú eigir hjá Sigfúsi á Eyrarlandi, eigi ad ganga til mín, til ad dekka Prestsmiðjuskuldina, sem jeg tók uppá mig. Er þad svo? Eptir þessu tileinka jeg mjer rúmstædið þartil jeg fæ svar hjer uppá frá þjer og næumer Ondre. Er það ekki 9da útgáfa Sálmabókarinnar, sem er í löngu og mjóu formi, á þunnum papír og þunn og því hentug til ad stinga í vasa sinn? Ef þú átt hægt med, þækti mjer gott ad geta fengid, 1 Expt. af útgáfu þessari í laglegu bandi sterku þó og í hulstri, hjá þjer. Að lokum skal jeg gjöra þjer glögg skil á okkar millifarandi fyrir því þó jeg svona endur og eins bidji þig um eitthvad, eptir tilbodi þínu, gódi eins! Skyldi bladrifrildid úr Hauksbók hafa tínst? þú veizt þad ekkert!!? Nú hlakka menn heldur enn ekki til ad fá póstinn til baka med þjódólfi og öll nýmælin, sem gjörst hafa bædi í höfuðbóli landsins og svo líka erlendis, eptir alla þessa þögn og dauða Kyrð vetrarins, sem er ordin ædi löng. Hjer gjörast engi nýmæli og því sídur stórtíðindi á útskekli landsins. og þó útlíti fyrir, ad eitthvad ætli ad gjörast sögulegt, ferst þad fyrir. Hjer gaus upp útbarðarmáls gumur sterkur í vetur: ad Ekkjan Lilja í Gilinu mundi hafa á laun ordið Gittari og gamli Steinn var bendlaður þarvid; þau voru opt undir ransókn bæarfógetans, árangurslaust og er nú mælt að því máli sje þannig lokið. Margir deya og nokkrir fædast. Amtmadur hefur nýlega eignast dóttir og mist adra; Mad. Sæmundsen er ný dáin, greptrun hennar á ad framfara á Akureyri 28 þ.m. Sæmundsen gamli berzt vel af, hinn yngri sídur. Eggert Gunnarsson er ordinn umbodsmadur yfir öllu Munkaþverárklaustri og legati Jóns Sigurðssonar- meira hjerum í brjefi mín til Arna skólapilts Jóhannssonar, frænda míns, hann getir sagt þjer þad. Sumum hinum óvitrari mönnum þykir Amtið ordir gjörrædisfullt, og helst til um ofopt láta stjórnast af ýmsu, er midur þykir, ad smeygist inní Ætlar Balldoin prestur ad koma nordur í sumar, svo þú vitir? Eda heldur þú hann huxi nokkud til ad ná hjer bólfestu i Eyafyrdi? Skyldi hann nokkurntíma vilja Kaupa húsin mín ef okkur semdi um borgunina? Þegar póstskip er farid ad ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar 1(fyrir ofan "sinni) í hverjum mánudi, ætla jeg ef lifi og get, ad skreppa suður í Reykjavík, ad gamni mínu, helst í þílim. 1867, um þingtíman. Hvörnig kemur Helga sjer i Reykjavík? Bladið er á enda, og jeg nenni ekki ad mála út annad blað med slíku bulli; því nóg er komid af svo gódu! Blessadur lestu í malid! Heilsadu konu þinni og vertu sjálfur kvaddur heillaóskum. þinn. M. |