Nafn skrár:PalMag-1868-05-01
Dagsetning:A-1868-05-01
Ritunarstaður (bær):Kjarna
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Páll Magnússon
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kjarna, 1 maí 1868.

Háttvirdti gódi vin!

Hafdu þökk fyrir brjef þitt frá 24da marz þ.á. Nú á þá loxins Björn póstur ad fara á morgun, svo ekki má lengur dragast fyrir mjer, ad rista ykkur kunningjunum þar sydra.

Fallega gengur annars med póstgöngunar yfir höfud:- Slept úr midsvetrarferd nordurl. póstsins og þad sem verst er ef satt er: póstskipslaust" ennþá. Frjezt hefir ad "Fylla" hafi ad vísu flutt tökuna til Reykjavíkur og hafi átt ad flytja hana aptur til Englands, en úr því sje hún laus vid póstferdir.

Hjer er líka nóg af sundurlyndi: milli amtm. og sýslum. okkar, mili amtm. og Sv. Þórarinssonar gamla Skirafar hans; og milli amtm. og einstakra manna, svo sem Prófastanna í Laufási og Hrafnagili, Einars

á Nesi og Sigurdar á Böggversstödum alt þetta útaf eptigangsmunum frá amtm. ad gódri reglu sje fylgt í ýmsu tillit. er þeir kalla hlutsemi og ofurvalds-stjórn; en sem jeg er hræddur um ad amtm. sje ad sumu leiti of eptigangssamur, en ad sumu leiti gjöri þeir honum rangt til; því óreglan er þjer fjarskalega og því ber núna á þessu og af því ad amtm. er reglumadur og eptir tilssamur, en stórfelldur ef á bjátar. Og svo á milli sýslum. okkar og sýslubúa hans, útaf ónýtungshætti hans heimska skeitingarleysi og ofyrirgefanlegu fylgi med einstökum mönnum, svo þad er almenn sögn hjer, ad rjettur sje ófáanlegur í Eyafjardarsýslu, nema í þeim fáu málum er nú til amtm. 3 eda 4 hreppstjórar hafa bedid um lausn í vor ef Yt. verdi vid sýslu embættid, enda er hann búinn ad brjóta af sjer almennings traust og virdingu; þar á moti luldurs amtmadur hvorum tveggja hjá almenningi, en er búinn ad missa hvortvegja hjá einstökum

mönnum; enda er munur á röggsemi hans og lagaviti í embættisfærslunni og umhyggju fyrir vellídan amtsbúa hans, og á öllu þessu hjá St. þ..s.i", er götu drengirnir á Akureyri kalla hann. Nóg hjer um; því tíminn leidir í ljós hvernin allt þetta óvináttu Krims Krams fer.

Ekki hefi jeg enn getad haft upp, hver sá er, sem flangsadist í Baldur í Nordanf. en jeg er samt ekki vonlaus ad fá þad upp sídar. Adferd Sl. vid Ingibjörgu var og er án efa ólögleg og vítaverd; en slíkt er ordið hjer ad daglegu braudi.

Jeg er búinn ad selja, Baldur allann, og legg hjer innaní þad, sem eptir stendur hjá mjer fyrir fyrsta 1/3 14 Expl. (8da hvert er í sölulaun) n. l. 3s í skildingum, sem jeg bið þig ad koma til skila. Einnig legg jeg hjer innan í 40d til þín sjálfs; því þó þad bædi standi í reikningi þínum hjá mjer og brjefi núna til þín frá 28 maí f. á. ad þjer sjeu sendir þessir 40d, þá trúi jeg ordum þínum: ad mjer hafi gleimst ad leggja þá innaní brjefid,

og er þad þá í fyrsta sinni, sem mjer hefur viljad þad til. En allt skedur einusinni fyrst.

Þann 24 og 25 mars var haldin sýslufundur á Akureyri, sem jeg bodadi, til ad ræda um verslunar samtök. Og voru þar (auk fjölda tilheyranda) 2 og 3 Kjörnir menn (Deildastjórar) úr hverjum hrepp sýslanna innanfjalla, sem hreppanna vegna gengu þar í eitt sýslufjelga, sem verslar eptirleidis, sem 1 madur undir 3 manna yfirstjórn. I nefnd þessa voru kosnir: 4ra Arnljótur formadur og mednefnamenn: Eggert á Espihóli og Páll á Kjarna. Á fundi þessum lagdi jeg fram frumvarp til fjelagslaga, sem var rædt og samþykkt med tillun breitingum, sem brádabyrgdalög. Þad sem lofad var á fundinum í fjelagsverzlunina, urdu ekki nema ca 5000rds. midad vid vöruverd næstl. árs. En jeg hafdi ádur skrifad Sr. Jóhnsen í Lundunum og lofad honum 10000 rds. verzan; samt er jeg óhræddur því Deildastjórarnir lofudu 1/2 meira, ef hann kemur. Þinn einl. vin. M.

á vinstri spássíu

Svo eru þingeyingar gengnir í samband vid okkur og hafa skrifad Þorl. líka en komi hann ekki, hefir verid tilrædt um ad fá Kaupm. frá Reykjavík sem þú nefnir samt ekki fyrst.

Myndir:12