Nafn skrár:AsgFri-1899-08-06
Dagsetning:A-1899-08-06
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4533 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Winnipeg. 6. águst 1899

Kæri vinur!

Innilegar þakkir fyrir alt gott og indælt mér sýnt. Eg hef dregið að senda línu heím af því mér hefur fundist eg vera of ókunnugur, og ekki kunnað rétt vel við mig, og ekki haft neitt verulega farst. og enda ekki verið vel frískur. Ferðin gekk þolanlega og var eg að mestu frískur á henni, og sá margt á þeirri ferð, sem yrði alt of langt nú að skrifa. Þegar eg kom hingað þá fórum við öll 95 á emigranta húsið, og þá þirptist fjöldi af Íslendingum til að taka á móti löndum sínum, og þekti eg þar fáa Björn bróðir fór sama dag suður til Dagotta, eg fekk sammt eirn sem vísaði mér leið til kaupmans Árna Friðrikssonar, og tók hann mér mæta vel, og var eg þar í búðinni meir en part dagsins sem eptir var

og hitti eg þá marga kunningja sem vóru bæði úr nýlendunum og úr bænum því síning hafði staðið undan farna daga. 25 daga var eg frá Reykjavík hingað. Fyrstu vikuna vann eg ekkert, enda var hiti ákafur 95 stig mest í forsælu og var það eldur, svo fór eg að vinna og hef nú unnið í hálfan mánuð fyrri vikuna á eg að hafa 1 d 75 sent á dag í 10 tíma vinnu, og þá síðari 2 d á dag og á eg að hafa það nú fyrst frameptir haustinu. það er 7 kr. á dag en fyrir fæði og rúm þarf eg að borga um vikuna 3 dol. 10,50 kr.10 kr 50 En eptir hef eg 63 kr31 kr 50 um vikuna, og sérð þú að það dregur sig saman en hart er hér að vinna og öngvan ræð eg til að koma sem hefur nokkur ráð að lifa heíma, en mart má læra hér, og síðar býst eg við að koma heím, en eg þarf að græða ögn og koma með íms áhöld heím sem eikur og bætir vinnuna Eg sendi heím peninga svo fljótt og eg geti Eg verð að kaupa mér öll verkfæri hér og föt og fleira

svo mér þikir vænt um að þið Baldur getið selt alt mitt rusl heíma verkfæri og annað. Ef eg hef heílsu þá bíst eg við að verða hér ríkur, ogeg hugsa mér að senda peninga mína heím og láta þá vinna heíma á Íslandi.

Eg er við stórbyggingu sem er um 200 fet á leingd og 50 fet á breidd og 5 tasijur og er það stórkostlegt.

Mér þikir verst að vera mállaus og svo er vatn hér slæmt og matur fellur mér ekki enda þó hann sé góður. eg er magavikur og flestir Íslendingar, svona fyrst með næsta brefi sendi eg ukkur heíma mind af mér.

Eg vona að þið Balduð gerir svo vel og sjá um að koma reifum mínum í verð, eg borga svo þær skuldir sem eg var í því allir vil eg að hafi sitt og skulu hafa. því nú fæ eg þó peninga framar enn heíma. Miðhúsin ætli eg að dubba upp með Amiríkupeningunum

veður blíða er nú mikil bara nokkuð heitt. eg skrifa þér betur síðar og bið þig fyrir gefa mér þennan flítirsmiða Eg bið kærlega að heílsa konu þinni og dóttir sjálfan þig kveð eg öllum heílla og blessunaróskum eg er þinn ónytur einl vin Ásgeir

Eg við að heílsa Guðm bæjarf-skrifar. - Hér ætti hann að verzla það borgaði sig.

Utaná skript mín er

Mr: Ásgeir Tr: Friðgeirsson 611 Ross Ave. Winnipeg Man

Myndir:1234