Nafn skrár:PalTho-1880-02-03
Dagsetning:A-1880-02-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Bókasafn Seðlabanka Íslands
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Páll Þorláksson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-11-14
Dánardagur:1886-03-13
Fæðingarstaður (bær):Húsavík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Húsavík
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Stangarbakka
Upprunaslóðir (sveitarf.):Húsavík
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

Páll Þorláksson

3/2-80 Pembina, Dak. Tevi.

U.S.A. 3. febr. 1880

Elskaði vinur!

Jeg þakka þjer nú kærlega fyrir vinsamlegt og hughlýtt brjef frá 21/11-79 og hafðu bestu þakkir fyrir fornan vinskap og svo margt gott i minn garð og síðast; er

við hittumst á Akureyri.- það er gott og hughressandi að minnast farnra vona og þeirra vináttu og fa frá þeim trygðarorð endur og sinnum, þótt ekki sje miera, þótt

ekki sje von til að fá að sjá þá augliti til auglitis. Já, sjerstaklega

í andstreymi og ofsóknum lífsins, þegar sumir vinirnir jafnvel bregðast og þeir, sem

maður þóttist meiga treysta, heita mann undirferli og brögðum, þá er það gott geta reynt trygð og staðfestu hjá

einkverjum.- Það hressir mig að heyra, að þú ber sama hlýja hug til mín og að vindur rógberanna hefur ekki getað kælt hjarta þitt andspænis mjer.- Það hressir mig

af því að jeg hef góða samvisku og getfullvissað vini mina um, að þeir þurfi ekkert að fyrirverða sig fyrir vináttu mína nú, hafi

þeir ekki þótzt þurfa þess

áður.- Jeg fjekk þitt kæra brjef eigi fyr en i gærkveldi eða fyrra kveld, því að það hafði fyrst farið til Nyja Íslands, en þar

vona jeg að ekki komi fyrir mig að búa framar.- Jeg hef ekki komið þar síðan í fyrra vor, að jeg fór þaðan; Jeg er nú sestur hjer að

og er undir Pembinaheiðum í Rauðárdal, í mjög frjóvsömu og fögru hjeraði með skógi, grassljettum og rennandi vatni; bý í mínu eigin húsi og á eigin landi og

gamli pabbi og mamma mín og 3 systkini

mín hjá mjer.- Pabbi er töluvert líkur því sem hann var þ.e. jeg hygg að honum hafi ekki farið aptur mikið og

mamma líka. fjörug sem fyr og heilsan með besta móti.- Haraldur með 3 efnileg börn næsti nágranni minn. Jeg fremur lasinn og hef verið lengi fyrir brjósti, og veit ekki,

hvað úr kann að verða.- Drottinn ræðu - Hjer hefur nú þegar á stuttum tíma myndast ný byggð Islendinga og segir mjer svo hugur um, að hjer muni innan fárra ára verða

mikil og blómleg nýlenda.- "Væelin" hef jeg sent lagt í brjef og sendi til Guðrúnar á morgun.-

Æ vertu svo kærast kvaddur - og Guði jafnan falinn, hvar sem þú ferð! þinn einl. vin

P. Þorláksson

Myndir: