Nafn skrár:RagDan-1886-09-21
Dagsetning:A-1886-09-21
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 21. september 1886.

Elskulega mamma mín!

Þó Thyra sje ókomin enn, þá ætla jeg samt að hripa til þín fáeinar línur, af því líka að jeg þykist vita að jeg þurfi kannski ekki neinu brjefi að svara frá þjer þó hún komi; og líka er jeg núna svo spert að skrifa, þar sem jeg hef fengið svo góðar frjettir að heiman, af brjefum systra minna, sem hafa komið mjer svo á óvart, að jeg hef varla ætlað að trúa sjálfri mjer. Af sjálfri mjer get jeg sagt þjer alls hið bezta elsku mamma mín, því mjer líður í alla staði vel sem mennirnir geta við gjört, nema ef það skyldi vera það að jeg hef svo ósköp lítið að starfa, en það þykir mjer síður skemtilegt, jeg vona

að það verði öðruvísi þegar H. og A. eru komin heim til sín, og farin að búa; jeg hef beðið Önnu að lofa mjer að taka þátt í sem flestu með sjer, en jeg veit ekki enn hvað hún ætlar mjer, nema jeg skenki teið á morgnana, og gjöri hreint í einni stofu, og dekka máski borðið eptir sem á stendur. Jeg kann mikið vel við Önnu og held jeg að hún sje góð kona; hún segist ætla að hjálpa mjer svo sem hún geti bæði með 0ittarinn min og smávegis í höndunum. Jeg hef góða von um að vinna hylli nöfnu þinnar þeg= við erum komin ofan í Glasgo og erum orðnar einar um hituna; nú orðið vill hún gjarnan vera hjá mjer og syng jeg stundum við hana, hún er held jeg ógn gefin fyrir söng litla sálin; það er mikið ánægjulegt barn og sama er að segja um

litlu Jóhönnu. Í gær fóru Friðriksens mæðgurnar ásamt Friðriksen sjálfum suður í Hafnarfjörð, og þá notaði jeg daginn á meðan þau voru í burtu til að heim sækja þær frú Kristjánson og frú Kristínu Thorlacius, og átti jeg góða komu í báðum stöðunum; frú nafna mín var mjög upprif in, og sýndi mjer í hvern krók hjá sjer sem allt var mikið snoturt og þægilega fyrirkom ið; svo trakteraði hún mig með kaffi og fínheita kökum, og spjallaði í alla heima og geima, svo jeg hreint ósjálfrátt gleymdi öllu gömlu f000000elsi; hún sagði Elínu fósturdóttir sini að fylgja mjer til frú Thorlaciusar er býr hjer lengst austur í bæ, og þegar jeg fór bað hún mig fyrir ósköp af kveðjum til ykkar for= eldra minna, og óskaði eptir að jeg kæmi opt= ara þá veturinn kæmi! Hrædd er jeg um að frú Kristín sje heldur í efna þröng bæði þa

heyrðist mjer það á henni og líka hef jeg heyrt það annarstaðar að; hún sagðist vera heldur frísk= ari, síðan hún hefði komið hjer suður, og þakk= aði hún hlýindunum það, hennar eina yndi er víst sonur hennar, það er líka laglegur og góðleg ur drengur._ Lengsti göngutúr er jeg hef farið síðan jeg kom hjer, var nú fyrir fáum kveldum, að jeg fór með Önnu og frú F.( þær ætluðu að finna skorsteinsfilgjarann og fá hann til að hreinsa sm iör) og þá gengum við austan frá sjó eptir öllu svo kölluðu Skuggaghverfi, og þaðan upp að Skólavörðu og svo heim; á þessari leið mættum við þeim ógn ar fjölda af allslags fólki, en líka var að spássera, því veður var undur gott Hjer þykir mjer mik= ið leiðinlegra að vera úti, en þegar jeg var heima; maður er eitthvað svo ófrjáls, alltaf framaní gluggum eða þá fólki; þegar jeg fer ein út er gangan vanalega upp í kirkjugarð._ Elsku mamma mín fyrirgefðu þessar fáu línur, og minnstu min eihverntíma í vetur ef þú verður bæril. frísk, með fáeinum stöfum til mín; þú þarft ekki að láta það vera langt. Skilaðu fyrir mig kærri kveðju frá mjer til alls fólksins, og ekki gleyma gamla staðnum fram á loptinu Og siðast ert þú sjálf bezta mamma mín innileguzt kvödd af þinni ætíð elskandi dóttir

Ragnheiði

Myndir:12