Nafn skrár: | RagDan-1886-10-20 |
Dagsetning: | A-1886-10-20 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
25/11 86. Reykjavík 20. október 1886. Elskulegi pabbi minn og mamma mín! Á morgun er sagt að austan pósturinn eigi að leggja á stað hjeðan; og því er ei lengur til setu boðið með skriptirnar; í þetta sinn hef jeg verið að draga að skrifa, ef ske kynni að jeg gæti sagt ykkur ágætustu frjettir af okkur hjer í Glasgow. Daginn áður en við fluttum frá Friðriksen, kom þessi litli drengur, er Halldór lofaði að taka af Margrjetu Eggertsdóttir, frænku okkar, hingað til bæjarins; hann er á 3.ári, ekkert ólaglegt barn; en mjög leiðinlega útleikinn hvað hirð= ingu snerti, og hafði ekki svo mikið sem sokk nema það sem hann var í; en lakast af öllu var að hann hafði kláða, er faðir hans orðaði þó ekkert; af því jeg vissi að Anna var ráða laus með rúm handa honum í á nóttunni, og var jeg því svo óheppin að fá kláða af honum; en sem betur fer er mjer nú að skána hann aptur; eptir Scheirbecks ráðin jeg nú í rúminu, og brúka meðöl frá honum, er hann segir að muni lækna mig að mestu leiti á þremur dögum, og í dag er annar dag urinn er jeg brúka þau, og finn jeg mikinn mun á hvað jeg er skárri. Þessi litli Halldór er nú farinn að hænast að fólkinu. Anna er hon= um sjerlega góð og umhyggjusöm, og hefur sjálf baðað hann og þrifað upp, og nú er verið að sauma handa honum bæði nærföt og yfirföt._ Hjer hef= ur verið nóg að gjöra síðan fluttningurinn kom Lárus Sveinbjörnson, og Halldór bróðir er spila sitt laugardagskveldið hver hjá öðrum í vetur, og til orða hefur komið, að við kvennfólk ið kæmum líka saman þessi kvöld, að und= an teknum Sveinbjörnsens mæðgum; eitt spila kvöld er búið að vera hjá Friðriksen, og annað hjá Sch., og nú á laugard. spila þeir hja Sveinbjörns. og erum við Anna boðnar til Sch; það sama kvold, og líka frú Friðriksen og Þóra, og förum við þangað með einhverslags vinnudót til að halda á, og svo les frú Sch. í einhverri sögu bók fyrir okkur. Mjer þykir enn sem komið er að fáu gaman af því sem fyrir hefur borið, hugurinn er eitthvað svo fastur við það umliðna og hjá ykkur elsku pabbi og mamma! að jeg gat ekki haft gagn af þó eitthvað skemmtilegt sje á boðstólum; bara ef jeg væri nær ykkur, og gæti optar vitað hvernig ykkur liði þá er jeg viss um að mjer leiddist aldrei. Þau Halldór og Anna eru mjög góð við mig, og jeg er vel frísk, en jeg er opt ekki laus við óþreyju og sakna sveita lífsins. Jeg tel nú dagana þangað til að brjef og frjettir koma næst að heiman, það er orðið svo langt síðan að jeg heyrði frá Hólmum. Sjálf er jeg ekki liðug til skripta í þetta sinn; jeg er svo reifuð um hendurnar og handleggina hreint upp á axlir, að það má ekki meira vera ef jeg á að geta haldið á pennastönginni._ Halldór sagðist ætla að skrifa austur, og þykist jeg vita að hann skrifar það sem merkast kann að þykja hjer til tíðinda. Jeg held nú annars að hann hafi lítinn tíma til skripta, hann hef= ur fjarska mikið að gjöra, mjer sýnist hann varla hafa frið til að borða stundum, því allt af er renniríið fram og aptur mestan part dagsins, og þar að auki er það sjálfsagt mikið vandaverk að snúa sjer rjett innan um allt þetta, sjerstakl. hvað fátæklingana snertir, þeir eru víst svo marg= ir hjer saman komnir._ Fyrirgefið nú elsku foreldrar mínir þennan miða; bara að hann hitti ykkur öll glöð og frísk. Svo kveður ykkur innilegast, ykkar af hjarta elskandi dóttir Ranka. |