Nafn skrár: | AsgFri-1906-11-21 |
Dagsetning: | A-1906-11-21 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4941 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Geysir P.O. 21 Nóv 1906 Herra Sýslumaður Steingrímur Jónsson! Kæri forni vin! Eg var nýskeð að grína í myndirnar í og lönd til að sjá hann, áður en eg kröklist úr þessum heimi. „Hver er þessi maður" spir sýslu maður, eg hef sjálfsagt seð hann þó eg ekki komi hinum fyrir mig - Nafn mitt er Asgeir Tryggvi Friðgeirsson. já er Ásgeir komin vestan um haf að heímsækja mig. - velkomin forni vinur það er valla von að við þekkjumst eptir 22 ár sem við ekki höfum sést og er það gaman að hitta menn eptir svo langan tíma og endur nyja gamlar samveru stundir og fá frettir af hverin lífið hefur geingið og nú er berzt að koma inn í húsið og fá sér sæti og kasta mæði. Við göngum inn í fallega setustofu og er mér vísað sæti í hinum skrautlega legubekk og þá kemur sýslumaðurin með löngu reikarpípuna sem menjar þess, er við vórum í Reykjavík í stofu Þorsteins bróðir Björns múrara (og með löngu pípuna.) Jæja Ásgeir minn þá sjáumst við nú aptur margt er nú orðið breitt og eg sé það á öllu að við erum ornir fullornir og höfum feingið töluverða meyri þekkingu um ímislegt í heíminum, en við höfðum þegar við vórum að læra, og eg veit að í Amiríku má læra margt af þeim sem hafa greind og eptir tekt og fysir mig að heyra þaðan eitthvað. - Það er satt sýslumaður í Amiríku má læra margt og hef eg lagt mig framm að læra og taka eptir öllu sem eg hef getað, og ekki syst því sem eg hef haldið að gæti orðið Islandi til Eg hef lagt fyrir mig járn smíðar, eg hef trésmíði líka fyrir atvinnu og hef smíðað mér hús til að smíða í, og hef eg mörg góð áhöld til að vinna með. fjöldi af félögum frá suður og og það er sá mersti munur við kartölu rækt að plæja þær niður og plæja úr gördunum Illgresið. Sama er að plæja og sá í Biggi og höfrum, sem vel getur þrifist heíma, en þá þarf verkfæri til að sá korinu með, og mörg verkfæri þarf til að geta ræktað korn vel, en það er hægt að fá smá velar mjög ódyrar til prufu fyrst. - Þá eru nokkurskonar járn skóflur stórar sem 2 hestar ganga fyrir sem hafðar eru til að moka með skít og mold, og fl. og er það bæði fjaska fljótlegt, og þægilegt. þá er að brúka hundana sem nóir eru á Islandi, Hér er mjög mikið brúkað af þeím við fiski veiðar, og eru þeir góðir að vaða ófærð, og hollir fljótir og eru 4 og upp í 5 hundar hafðir fyrir einum sleða allir í lest, og geta þeir ekið 2ur fullorum mönnum hvað mikil ófærð sem er, og sé góð færð Þá koma fínar kerrur til að keyra í á sumrum þær hef eg mikið verið við að smíða. þær eru þægilegar á mörgum stöðum á Isl. þá eru smá sleðar til að aka í á vetrinim þeir eru alveg nauðsýnlegir heíma. þá hef eg smíðað. og er það vandi að smíða þá. Þá kemur að nota Isin til að sjáist nokkurt afl sem hreífi þeím þeir ættu að vera á Islandi, en ekki gufuvagnar. það er svo mart sem eg gæti talið upp sem brín þörf væri að hafa á Islandi, sem eg gæti sínt í verkinu, ef eg væri þangað komin að það er ekki til neins að vera að minnast á það. Mart af því er upp hefur og Væri eg því mjög meðmæltur að Asgeir forn vinur minn kæmi nú heím aptur til okkar, og breitti nú útliti búnaðar hér á landi bæði með velum og verkfærum og ímissri búnar aðferð annari en nú er hér höfð. Og mundi eg víst setja hann fljótt í hreppstjóra stöðuna.!! - Já eg væri þakklatur sýslumanninum fyrir þann heiður er hann vildi sýna mér með hreppstjóra stöðuna en tregur mundi eg verða að fara frá eingum mínum hér til að verða hreppstjóri á Isl. því hér hef eg fyrst góð hús að lifa í og svo stórt gripa bú og smíða og innan skamms er von á járnbraut 220 faðma frá mínu landi. En þá mundi eg gera kost á mér ef sýslufelag vildi kosta mig heím og skaffa mér þá jörð sem eitthvað lægi í, og eg svo vissar árstekur En eg aptur á móti gæfi ábyrð fyrir að eg gæti unnið það er eg lofaði fyrir utan mart fl. er eg gæti kent lands mönnum, og eg mundi hafa fleyri menn með mér. sem kinnu sitt af hverju. Í þessu kemur hin fagra sýslumansfrú inní stofuna með hið góm sæta Islendska kaffi til að veita hinum ferðlúna langferða manni, En hann stendur upp þakkar fyrir viðtökurnar og kveður, og er á Geyrfins Gunnarssonar, (bróður Tryggva Gunnarssonar Bankastjóra) því eg er hér að smíða aleyrn fjós og hlöðu fyrir þau hjón. Biggingin er um 50 fet á leingd og 26 á breidd og 25 á hæð og rúmar þetta um 32 naut gripi og fugla og svín, og 8 kýrfóður hey. Í húsi rétt hjá lifir Jón br. Halldóru og Geyrf. G.- En syslumaðurinn og frú hans fara að tala um þessa sviplegu komu og fl. og segist sýslumaður inn muni senda skeiti sem fyrst aptur til að geta feingið nánari frettir af frænda sínum. - Æ! eg óska sýslumans hjónunum og allri þeirra familju margfaldar gæfu og blessunar og gleðilegra jóla hátíðar, og blessunarríks þess í hönd farandi árs. það mælir af alhug virðing og vinsemd. Asgeir Tr: Friðgeirsson |