Nafn skrár:RagDan-1886-11-04
Dagsetning:A-1886-11-04
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 4 nóvember 1886

Elskulega mamma mín

Innilegustu þakkir á þessi seðill að flytja þjer, fyrir tilskrifið þitt góða sem þú getur nærri að gladdi mig hjartanlega Þegar jeg las í brjefum ykkar að heiman hvað séra Lárusi fórst ódrengilega með að koma brjefunum mínum til skila, datt mjer í hug að þeir séra Arnljótur á Bægisá, með skilsemina á því er þeir fluttu fyrir mig, því það sem séra A. tók af mjer norður komst heldur ekki til skila fyr enn löngu seirna Upp- haflega ætlaði jeg ekkert að kæra mig um að hafa gagn af ferðum þeira, en Friðriksen sagði að jeg skyldi ekkert kæra

mig nema koma öllu mínu dóti á þá, og bauð mjer að gegnumganga það fyrir mig, og varð jeg þá fegin að þurfa ekki að borga undir það með pósti, eða masa neitt meira með það._ Þá er nú að segja elsku mamma mín hvernig mjer líður og get jeg ekki annað sagt enn að það sje í alla staði vel, allir eru mjer mjög góðir og um heilsuna er ekki að tala hún má heita ágæt, hið eina sem að mjer amar er þegar jeg er að hugsa heim til ykkar, og er geta til hvernig ykkur líði, og að eitthvað af ykkur sje nú kannske veikt, og svo fer opt fyrir mjer eins og fyrir þjer elsku mamma að mig fer svo að dreyma ykkur óþægilega, og er það bara nátturlegt þó mann dreymi ýmsa vitleysu._ Anna er mjer sjerlega astar leg og vill helzt að jeg gjöri ekki neitt nema

eitthvað smávegis mjer til gamans, og leið ist mjer það hálfpartinn að fyrst jeg er hjer að jeg skuli ekki í neinu vera henni til hjálpar, en það er mjög lítið er jeg hjálpa henni; Líka vill hún að jeg fari út hvenar sem mjer lízt; en sannast að segja nota jeg það ekki með jafnaði, og er sjerstaklega tvennt tilefni þess, bæði að jeg get ekki fengið af mjer að vera að skemmta mjer úti, þegar Anna er heima í barnavigt inu eitthvað að stírða, og hitt annað að mig langar til að nota þennan tíma til að gjöra eitthvað í höndunum; þú þekkir það til mín mamma mín, að jeg er aldrei fljótvirk og því hjálpar ekki að vera latur með. Nú ætla jeg að fara ögn að hugsa um jólagjafir, en þær verða ekki stóra staðar handa, frú Friðriksen ætla jeg að sauma bakka

serviettu" og svo ætla jeg henni hvítu sokk= ana mína með; handa Þóru ætla jeg að sauma kommóðudúk, handa H. bróðir avis"band, en jeg veit ekki hvað jeg á að láta það vera handa Önnu. Jeg þarf að spurja Þóru til ráða*. Jeg keypti sinn trefilinn handa hverri frænkunni minni á brekk unni, svartann, ruðann og gulbleikann því þeirri mátti jeg ekki gleyma blessuðum sálunum þar hef jeg eins og móðir og systur. Þóra Friðriksen er mjer líka hjálpsöm, hún hefur boðið mjer að segja mjer til með hvað sem jeg vilji, og hjá henni ætla jeg að læra kunst broderi ef jeg get lært það; hjá henni eru unglingstúlkur að læra ýmislegt til munns og handa hún er líka vel löguð til að kenna Af því jeg ætla að skrifa öllum h0í0um heima þá getur þetta ekki orðið lengra hjartkæra mama mín, jeg vona að þú fyrir gefir það. Jeg bið þig að skila kærri kveðju til alls fólksins frá mjer en bezt og innilegast ert þú kvödd af þinni elskandi dóttir

Rönku

Myndir:12