Nafn skrár:RagDan-1886-12-03
Dagsetning:A-1886-12-03
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

26/1 87. r 28/1 87.

Reykjavík 3. desember 1886.

Ástkæru foreldrar mínir!

Þetta blað sendi jeg ykkur rjett til málamynd bara til að láta ykkur sjá að jeg sje frísks, og segja ykkur að mjer líður mikið vel, og allt geng ur hjer bærilega hjá okkur; það er svo mikið fengið þegar allir eru frískir; en það má nú heita nú sem stendur; jeg er annars opt hrædd við brjóstið hennar Sofíu litlu, hún hefur þessa sífellu suðu fyrir brjóstinu, og Scheirbekk hefur sagt Önnu, að hún mætti fara gætilega með hana, því hún hefði ekki sterkt brjóst þar á móti en litla Jóhanna hraust, og dafnar vel; mjer sýnist hún mikið lík mömu sinni. Halldór litli er ekkert líkur frænkum sínum; hann er nú orðinn alveg frískur af

kláðanum, og er nú hinn spertasti; margir segja að varla sje hægt að þekkja hann síðan hann kom, svo er hann orðinn breittur litla greiið; hann er vel greindur, og heldur laglegur, en ottalega einþikkur og skælinn, og leiðist mjer opt á morgnana, að hann vaknar sjaldan nema skælandi; hann sefur í sama herbergi og jeg._ Nú eru menn hjer í ósköpum farnir að búa sig undir jólin, og eru bæði skólapiltar og Goodta fjelagið að læra komediu stykki, sem þá eiga að leikast; við hjer í Glasgow förum ekki varhluta að þeirri skemmtun, að heyra á æfingar og fund= arhöld þessa Goo00empla fjelags, því ekki að skilur nema þunnt þil borðstofuna okkar og sjálfann fundar salinn, og getur maður opt heyrt þaðan heil mikinn gauragang. Halldór bauð okk_ ur Önnu á komedíu er leika á annað kvöld; og eiga þeir peningar er innheimtast, að vera til styrktar þeim er bagstaddir hafa orðið við þessa skipskaða, er hjer verða síðasta nóvember;

það væru hraparlega sti0fa000, og ekki legni að, að koma._ Jeg vildi að jeg gæti nú sem snöggvast sjeð heim til ykkar elsku pabbi og mamma áður en jeg fer að sofa, því nú er komið undir hátta tíma, og er nú líklega verið að lesa og syngja heima á Hólmum; en jeg er nú bráðum heima hjá ykk ur, því engin er sú nótt síðan jeg kom hing= að mig dreymi ekki heim; já bara að þið vær uð frísk og hefðuð það gott._ Jeg gladdist af því pabbi minn! er jeg sá í brjefi þínu til Halldórs að þú hef ur unnið landa merkja málið, og var það m pörtum þínum maklegt, af því þeir fáu svo óhreinlega í þessar sakir eins og annað er því hafa haft viðskipti við þig Jeg hlakka líka til þegar heim dómurinn kemur að fá að vita hvern m það fær með tekjur þínar; en nærri má geta hvern ig Hans á Samastöðum og þessir kallar, eru inn an brjósts í þessum kringumstæðum, þá þeir í rauninni mættu búast við þessum endalok um, og er nú allt þetta orðið þeim dýrt spaug

Af frjetta tæi veit, jeg lítið, nema að i dag er mikið kalt og hríðarveður með stormi, og þykir ei vestan sjómönnunum sjer ætla að gefa vel heim til sín; þeir eru frá Svefneyjum sonur og tengda sonur Hafliða, þeir komu áður en Lára kom síð_ ast, með rönu er með henni átti að fara til Hafn ar; tengdasonur Hafliða heldur alltaf til hja HJ Með þessum Svefneyjamönnum ætlar nýji sýslumaðurinn í Dalasýslu Páll Breim ásamt konu sinni heim til sín. Á sunnudaginn var kom jeg til frú Havstein og heyrðist mjer á henni; að henni leiðast að Hannes mátti ekki vera kyr fyrir vestan í það minnsta í vetur hún sagðist eiga von á honum fyrir jól heim til sín. Guðrún systir bað mig að skila kærri kveðju sinni til ykkar þá jeg skrifaði; hún var að segja mjer að Margrjet Jóhannesdóttir væri veik á spítala utan landa það væri sorglegt ef Jóhannes missti hana líka_ Fyrirgefið nú þetta klór elsku pabbi minn og mamma mín og meðtakið innilegustu jóla og nyjárs óskir frá Rönku ykkar og verið ávallt Guði falin af ykkar sömu elskandi dóttir

Rönku

Myndir:12