Nafn skrár: | RagDan-1887-01-06 |
Dagsetning: | A-1887-01-06 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Hólmum Elsku lega Ranka mín! Reykjavík 6. janúar 1887 Elskulega mamma mín! Hjartanlega óska jeg, að þetta nýja úr hafi hitt þig fríska og glaða, og að það megi verða þjer gott í alla staði, og hjartanlega þakka je þjer líka fyrir gamla árið elsku mamma mín! Síðan jeg fjekk brjefin að heiman hef jeg ekki getað um annað hugsað en hvernig þið nú hefðuð það, og hvort jeg þyrfti að vera hrædd, og get jeg ekki við gjört að það vill verða ofan á; og tel jeg dagana þangað til jeg fæ brjef þá sem komið er þykir mjer meira gaman að litlu B umbúðirnar þyrftu að vera svo úr garði gjorðar að þær mættu blotna. Það var mikil gleði fyrir Dóra og Bobbu á Jólunum, þá fengu þær svo marga pakka, og ný föt og var gaman af að sjá hvað þau voru lukkuleg. Jeg má ekki gleyma að segja þjer að nafna þín er nærri altalandi og er opt skritið að heyra til hennar._ Jeg þykist vita að Stephanía muni skrifa ykkur rækilega, hún er víst orðin Ellu Havstein og sagði hún að þær væru nýbunar að fá brjef frá Stefaníu er þær hefðu átt að sýna mjer. Eina frændkonu okkar er jeg nýlega búin að heimsækja, nefnilega Möllu frá Enni; jeg var Katrínu dóttir hennar samferða á skipinu hingað suður, og hefur hún verið að bjóða mjer heim til sín. Ekki er Stalla neitt lík Rönku |