Nafn skrár:RagDan-1887-01-06
Dagsetning:A-1887-01-06
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Hólmum Elsku lega Ranka mín!

Reykjavík 6. janúar 1887

Elskulega mamma mín!

Hjartanlega óska jeg, að þetta nýja úr hafi hitt þig fríska og glaða, og að það megi verða þjer gott í alla staði, og hjartanlega þakka je þjer líka fyrir gamla árið elsku mamma mín! Síðan jeg fjekk brjefin að heiman hef jeg ekki getað um annað hugsað en hvernig þið nú hefðuð það, og hvort jeg þyrfti að vera hrædd, og get jeg ekki við gjört að það vill verða ofan á; og tel jeg dagana þangað til jeg fæ brjef með, hvað sem þau hafa að færa._ Ó hvað jeg hef opt óskað eptir ykkur að heiman þó ekki væri nema einn dag, jeg er líka vissum að þú hefðir gaman af að sjá litlu stúlkurnar, þær eru svo ógnar efnilegar báðar tvær; en um

þá sem komið er þykir mjer meira gaman að litlu Bobbu, hún er svo skemmtileg stelpan og líka gott barn; opt þegar jeg horfi á hana fynnst mjer hún svo svipuð henni Dóru sál. dóttir hans Jóhannesar föðurbr. eitthvað þetta alvarlega og stundum fullorð inslega við hana. Jóhanna er líka indælt barn, og svo þæg; mörgum sýnist nú að hún vera farin að líkjast Sofíu í seinni tíð. Frú Friðriksen heldur nærri meira af Jóhönu en Friðriksen heldur svolítið af Bobbu; hann segir reyndar "að allir sjeu slæmir við Bobbu" og hefur beðið mig að segja þjer að þú yrð= ir eitthvað að skipta þjer af meðferðinni á nöfnu þinni, helst að koma hingað suður, að öðrum kosti yrði að reyna að senda hana, austur og kom þeim nöfnunum saman um, að

umbúðirnar þyrftu að vera svo úr garði gjorðar að þær mættu blotna. Það var mikil gleði fyrir Dóra og Bobbu á Jólunum, þá fengu þær svo marga pakka, og ný föt og var gaman af að sjá hvað þau voru lukkuleg. Jeg má ekki gleyma að segja þjer að nafna þín er nærri altalandi og er opt skritið að heyra til hennar._ Jeg þykist vita að Stephanía muni skrifa ykkur rækilega, hún er víst orðin 0000muð við mig því jeg hef aldrei skrifað henni síðan jeg kom hingað suður, fyr en nú með póstinum og sendi jeg henni þá þetta svuntu efni sem við systurn ar lofuðum henni; Jeg hef verið að reyna að fá frjettir af henni í gegnum Havsteins fólkið, og nú atla jeg einhvern daginn þangað til að vita hvað hun skrifaði síðast, því í gærkveldi á barnaballinu hitti jeg

Ellu Havstein og sagði hún að þær væru nýbunar að fá brjef frá Stefaníu er þær hefðu átt að sýna mjer. Eina frændkonu okkar er jeg nýlega búin að heimsækja, nefnilega Möllu frá Enni; jeg var Katrínu dóttir hennar samferða á skipinu hingað suður, og hefur hún verið að bjóða mjer heim til sín. Ekki er Stalla neitt lík att fólki0 okkar sem jeg hef sjeð; hún er svo ógna lega holdug, og var hún að segja mjer að hún væri svo stirð og móð ef hún ætlaði að ganga nokkuð úti._ Mig langar til að biðja þig elsku mamma mín, ef þú verður nokkurntíma svo hress, að þú getur skrifað fáar línur hingað suður að láta þá Önnu sitja fyrir því, jeg veit að hún hefði gaman af því; hún er mjer svo einstakl. góð, að jeg vildi svo gjarnan hennar vegna standa af brjefi frá þjer._ I þetta sinn ætla jeg nú að hætta hjartans mama mín! og óska jeg að Guð gefi að þetta blað hitti ykkur öll vel frísk Svo ert þú innilegust kvödd af þinni elskandi dóttir

Rönku

Myndir:1234