Nafn skrár:RagDan-1887-02-02
Dagsetning:A-1887-02-02
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

8/4 87.

Reykjavík 2 febrúar 1887.

Elskulegi pabbi minn!

Svo jeg sje viss um að brjefin mín heim verði til þegar kallað verður, þá ætla jeg nú strags að fara að búa mig undir burtför póstsins, reyndar er póstskipið enn ekki komið, og er því öllu óhætt fyrst um sinn meðan svo gengur, þar sem pósturin bíða sjálfsagt eitthvað eptir því; en það er betra að þurfa ekki að drífa allt í einni ferð, enda kemur mjer líka betur að geta smá skipað því jeg er ekki sterk í augunum mjer hefur heldur versnað í þeim í vetur, og er jeg búin að leita ráða hjá Scheirbeck, hann segir að jeg þurfi að fá mjer gleraugu, og ætlar Halldór

að hjálpa upp á sakirnar með að útvega mjer þau að öðru leiti er jeg vel frísk síðan mjer batnaði kvefið; en þá áttu börnin eptir sinn túr af því. Sofía litla er ekki sterk fyrir brjóstinu vað hún mikið slæm, hún og litla Jóhanna fengu báðar snert af lungnabólgu, og urðu þær báðar mjög veikar; Sofí var í rúminu í hálfan mán= uð, og var jeg hreint hissa á hvað hún var þæg litla skinnið. Sch. er nú að gjöra tilraun með að lækna hana alveg, af þessari hrygglu er hún hefur haft fyrir brjóstinu, síðan í sumar að hún varð lasin fyrst eptir að hún kom hjer suður, því hann segir að ef ekki sje gjört við það í tíma, þá geti maður búist við, að vera veiði úr því; hún brúkar engin meðöl önnur en þau, að hún má ekki koma útúr svefnherberginu í þrjá eða fjóra mánuði, og þar á alltaf að vera 16 til 18 gráða hiti, hvort sem þetta er óbrigðult

eins og landlæknirinn hefur gefið von um það má hamingjan vita._ Jeg kom til frú Havstein í gær og var hún að biðja mig fyrir miklar kveðjur austur til ykkar; hún var að segja mjer af högum aumingja Stefan íu, og frá þessum veikindum sem alltaf eru á Reykjafirði, og síðan Jakop veiktist hefur Stefanía alltaf verið yfir honum, og lætur hún mikið yfir annríki sínu, og hefur hún ekki skrifað mjer eina línu síðan jeg kom hingað Veslings Stefanía það er eins og hún sje ekki lukk= unnar barn; nú er sagt að Jakop sje hreint á höfðinu í efnalegu tilliti; það hjá Friðriksen hefur sagt mjer, að Valdimar frá Reykjafirði hefði ekki getað komist heim í sumar sem leið, ef Friðriks. hefði ekki hjálpað honum, og svona ætlar nú þessi stoðin að fara; bara að Dui greyið væri nú sá maður, að geta staðið straum af mömmu sinni

Þú færð sjálfsagt alltaf brjef frá Jóhannesi bróðir þínum, og hefur því líklega heyrt um heilsuleysi Margrjetar dóttir hanns þegar Ragnheiður skrifaði mjer síðast gat hún ekkert um það, en um sama leiti fjekk Guðrún systir þín brjef, frá Margrjetu systir þinni, og sagði hún að Margrjet lægi á spítala, og nú um daginn sagði Guðrún mjer að M: væri enn á spítalanum, og að það væri ekki góður sjúkdomur sem að henni gengi; ef þið vitið nokkuð nákvæmar um þetta, þá ætla jeg að biðja ykkur að segja mjer það; mjer tekur ætíð svo sárt til Möngu, að mig langar til að vita hvernig henni líður._ Með vestan póstinum fjekk jeg brjef frá Idu, og voru fáeinar línur neðan undir frá Kristni, og ljet hann mikið yfir annríki; þau hefðu haft skemmtileg jól skrifaði Ida, hún hjálpaði Kristni til að príða kirkjuna og hafði margt fólk komið á jóladaginn_ Eptir vanda bið jeg þig að fyrirgefa rispið og kveð þig svo elsku pabbi minn með innilegustu óskum til þín og er ætíð þín elskandi dóttir Ranka

Myndir:12