Nafn skrár:RagDan-1887-03-01
Dagsetning:A-1887-03-01
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 1. marz 1887

Elskulega mamma mín

Jeg ætla nú að enda þennan dag með því að skrifa til þín fáar línur, því eins og þú sjerð leifir ekki blaðið meira og þar að ekki er nú líka orðið framorðið og aug= un farin að stirðna; en sleppum því nú elsku mamma bara að þessi, brjef mín mættu sækja að ykkur frískum og glöðum þar heima; það er eins og mað ur sje alltaf svo hræddur við að frjetta af sínum þetta er orðið svo vanalegt að heyra um sjúkdóma og dauðsföll ættingjana

Jeg er ætíð þín elskandi dóttir Ranka

Nú fyrir dálitilli stundu kom Þóra Friðriks. með brjef sem hún hafði fengið frá Emilíu dóttir Jakops á Reykjafyrði, og á því brjefi segir hún lát Stefaníu frændsystir okkar, og má maður sannarlega gleðjas af hjarta hennar vegna þar sem hún þráði svo mjög þessi umskipti sem maður finnur svo nátturlegt. aumingja Dúi skyldi hann nú ekki verða ljettúðar minni, jafnvel þó hann ekki væri nú hjá henni finnst mjer samt, að hann hljóti að finna að nú er hann þó enn meiri einstæðingur en áður._ Jæja hjartans mamma mín af mjer er allt gott að segja jeg er bæði mikið vel frísk, og hef það í alla staði

Guð gefi þjer nú góðar nætur ástkæra mamma og alla tíma; Svo held jeg að jeg fari nú í bólið

svo gott sem hægt er nema það eins ávantar, að jeg get eki við og við skotist heim til pabba og mömmu eða fengið optar frjettir að heiman_ Jeg þar nú víst ekki að segja þjer frjettir af nöfnu þinni, því nú ætlar bæði Anna og hún sjálf að skrifa þjer, hún er alltaf nú á daginn að biðja um brjef og blíant til að skrifa ömmu á Hóllum, líka þurfa þau Dóri litli og hún nokkrum sinnum að sjá mynd irnar af af aog ömmu, sem standa á skrifborðinu hans Halldórs og segja þau að afi sje með hrappa sína og að þið hafið auu og nef og svo framvegis

Fyrirgefðu snepilinn mamma mín!

það er annars mikið gaman opt að krakka skinnunum litlu, og vildi jeg bara að þú værir horfin hingað dagstund til að sjá til þeirra. þegar jeg kem heim get jeg sagt þjer fleira af þeim; mjer finnst hún svo dæmis lík henni Dóru sálugu dottir hans J. föðurbróðir. Nú er búið að skíra litlu dóttirina hennar Lauru og hans Jóns Þrains sonar og heitir hún Kristjana. Seinast þegar jeg kom til frú Havstein var hún ósköp mikið að biðja að heilsa austur til ykkar, hún og dætur hennar hafa verið frískar í vetur; en það er sorgleg sem haft er eptir Sch. um Jóhönnu að þessum hjarta sjúkdóm hennar sje svoleiðis varið að hún geti ekki léngi lifað með hann. Frú Havstein ætlar nú að sigla í sumar með börnin nema Gunnar um

þarf að halda afram minni tínu í latínuskólanum; hún gjörir það sjálfsagt mest vegna sl00ins sem verður nú búinn í vor

Myndir:12