Nafn skrár: | RagDan-1887-03-03 |
Dagsetning: | A-1887-03-03 |
Ritunarstaður (bær): | Reykjavík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Gull. |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
8/4 Reykjavík 3. marz 1887 Hjartkæri pabbi minn! Beztu og innilegustu þakkir sendi jeg þjer nú með þessum línum fyrir kæra brjefið þitt með síðasta pósti, enn sótti að okkur öllum bæri lega frískum, að Jóhönnu litlu undantekinni hún hefur alltaf verið meira og minna las in, og segja menn að það muni vera af tannkomu, nú sem stendur er hún samt betri, þó engin sjáist tönnin enn Litla Sofía sýnist nú vera frísk, en ekki segir Sch. að brjóstið sje læknað enn, en hann hefur leyft að hún mætti koma út úr svefnher_ berginu, ef jafn hiti væri fram í stofunni og inni, og finnist okkur að henni ekki hafi neitt lakað við það._ I fyrra dag var jeg hjá Guðrúnu systir þinni og minntist jeg á við hana um föt Jóhannesar sáluga, hvað henni sýnd ist um að eitthvað af þeim yrði sent hingað suður til þessara pilta er hjá honum voru síðast, og sagðist hún ekki geta annað skilið en að það kæmi sjer vel að minnsta kosti þessum Halldóri, því hann væri að kalla fata laus og hjelt hún að honum kæmi bezt að fá nærföt og utanhafnar buxur, því ekki væri að vita hvort hann gæti haft gagn af treyju, það er að segja að hún passaði honum; en hvernig er það með hinn piltinn borgaðir þú ekki húsaleigu fyrir hann? og ætti hann þá ekki að fá minn? og mjer hefur líka heyrst á G. að Halldór hafi ekki síður enn Guðmundur vilja leggja allt sitt fram. Enn ef nokkuð verður sent af fötum þá þarf þess náttúrlega með fyrstu skips ferð, svo það kæmi hingað áður en þeir færu hjeð an._ Guðrún hefur nýlega fengið brjef frá Sigurrós systur þinni og lætur hún mik ið vel af sjer í Ameríku, og er hún komin þar í góð efni, á bæði hús og fjenað. Hætt er við að svo sje sem þú getur til með skuldir Guðrúnar að ekki verði auðvelt að fá þar inn, bæði eru þær víst gamlar, og svo í þeim stöðum sem ekki er auðvelt að hafa þær úr; jeg veit um hefur sannarlega nóg að starfa það passarná= unginn, hjer er alltaf verið að stela, og klaga hitt og þetta H. skrifar þjer nú líklega um hvað hjálpað var upp á hann, nefnilega brotinn glugg inn á skrifars kontornum og tekin þar út kassi með liðugum 100 kr. í en til allrar ólukku er víst engin von til að hafist upp á þjófn_ um._ Mikið er jeg glöð yfir hvað blessaður dag= minn er orðinn bjartur, ekki sízt þegar jeg hugsa heim til ykkar, sem máske ekki hafið getað fengið neina steina |