Nafn skrár: | AsgFri-1910-10-03 |
Dagsetning: | A-1910-10-03 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4941 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Oktober 3. - 1910. Herra Sýslumaður Steingrímur Jónsson Húsavík! Kæri vin og frændi! En ætli eg að reika hafurin úr vellinum, með að skrifa þér fáeinar línur, - og er það Mr: Jón Runólfsson sem var skrifari þinn, sem drífur mig til þess. Hann bar mér kveðju þína, og var mér það mjög kært, að fá kveðju þína Mr: Jón er Skólakennari þess skólahéraðs sem eg lifi í, og er hann núna hér hjá mér skemmtin og glaður. og hef eg hina mestu unun af að tala við hann og spirja hann eptir Sýslumanninum Steingrími og hans frú og fint mér sem eg vera komin til hans, og eg er það í anda, - við Jón settumst við borðið í húsi mínu og kveikum okkur í vindlum og höfðum kaldan svaladrikk í glösunum okkur til gamans og rendum huganum að hinu snotra gestrisna Syslumans heímili þínu, Hann með nýjar endurminningar veru synnar þar, En eg með hinum gömlu endur minningum, Skólaára En eg þú lætur vinnukonurnar færa þér mjólkina á borðið, Eg fer út í fjósið og mjólka kýrnar mínar sjálfur þú lætur söðla hestin þinn og stigur svo í söðulin og lætur svo „Gammin geysa„. Eg spenni hestin minn fyrir léttu kerruna mína tek 1-2 menn í sætið hjá mér og læt svo hestin aka okkur hvert er mig listir. þú kaupir korn frá útlöndum til þíns heimilis, Eg plægi upp jörðina og sái í korni og að hausinu filli eg heíl hús af korni þú sendir hestin þinn til járnsmiðs til járningar. Eg smíða undir hesta mína og annara og hefi $2 0 fyrir hestin eg hef 3 skafla á skeifunni 8 munnin. Eg fer út í búðina. fírn og fáaður að mæla og vikta handa blessuðu fólkinu, og þætti mér gaman ef blessuð Sýslumanshjónin væru komin þó ekki væri nema sem snögvast í búðina til mín - Eg skildi vera mjög lipur og liðugur við þau að sýna þeím og selja alt sem þu gintust af varningi mínum. En það á víst ekki eptir að koma fyrir. Eg er að smíða mér stóra búð, 40 + 36 - á stærð, og þar hef eg ofn - Rafurljós vikt sem reiknar út alt sem hún viktar og kostar hún 400 krónur - Eg hef 10 kýr - Eg á sláttuvel og er ljárin 4 1/2 fet. Hrífan 9 fet. Járnbrautarstöð frá mér er ruma 2000 faðma og með Treini er er eg um 6 tíma til Winnipeg. - Nú má eg til að hætta því eg er eins og í álögum, að eg má ekki hafa hugan ofleingi hjá ykkur því, lífsstarf mitt kallar mig til starfa hér - Eg er nú 50 gamall, og á 2 börn og geingur annað á skóla. - Gísli 11 ára. Anna dóttir mín 6 ára. - Komi eg heím voni eg þú gerir mig að Hreppstjóra!! - Eg kveð ykkur svo kæru hjón kært með vinar hendi, óskandi að ykkur filgi gæfa Guðs og manna mælir af vinsemd Þinn forni vin og frændi Á.T.Fridgeirsson |