Nafn skrár:RagDan-1887-05-22
Dagsetning:A-1887-05-22
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 22 maí 1887

Elskulega mamma mín!

Þú ert nú orðin svo vön við að fá svona lita snepla frá mjer að jeg er viss um að þú tekur ekki til þess þó jeg enn einu sinni láti þig sjá slíka sort, ekki s00t ef jeg lofa að láta það verða í síðasta skipti._ Jeg þarf ekki að segja þjer elsku mamma hvað jeg er nú glöð í anda síðan pabbi kom

það kom líka svo flatt uppá að sjá hann því mjer fannst óhugsanlegt að hann gæti komið með þessu skipi sem jeg hjelt að kæmi frá Reyðarfirði en þrátt fyrir það höfum við hann nú hjer hjá okk_ ur frískann og glaðann, ekki held jeg að hann hafi verið vel góður af sjó= veikinni því lítið sem ekkert held jeg að hann hafi borðað og ögn synd= ist mjer hann fölleitan fyrst er jeg sá hann. Hjer í Glarko0 var matu lega búið að mála og betrekkja þegar

pabbi kom því á fimmtudaginn nefnilega daginn áður er hann kom var end við að setja í stand í stofun= um svo hjer er nú mikið pent síðan að búið var að mála og betrekkja bað_ stofuna og láta nýjan vasaduk yfir allt gólfið og svo mála daglegu stofuna og setja upp nýjar gardín urnar frá París sem keyptar voru fyrir Önnu þar._ Jeg var værukær in að gleyma að segja þjer frá að heils an er allgoð hjá okkur nöfnu þinni fer alltaf vel fram bæði til sálu og

líkama; hún er nú að verða upprif= in við afa sinn frá Hólmum, og vill gjarnan að hann skoði með sjer dýrin úr örkinni hans gamla Nóa sem hún eig= aðist í gær. Pabbi biður kærl. að heilsa ykkur heim, hann gjörði ráð fyrir að hann kannske skip aði ekki af því að jeg mundi láta ykkur vita hvern= ig hann hefði það eptir túrinn._ Mjer finnst nú elsku mamma mín að jeg vera rjett kom= in heim, nú eru ekki nema 17 dagar þang= að til að skipið á að leggja á stað jeg tel dag= ana máttu trúa, og af þeirri ástæðu læt jeg þetta brjef ekki vera nema rjett fáein orð bara til að láta þig sjá að hugurinn er enn sem verið hefur heima hjá ykkur hjartkæra fólkið mitt og ætla jeg nú að kveðja þig elsku mamma með þeirri ósk og von að jeg innan skamms sjái ykkur öll

glöð og frísk já vertu ætíð kysst og kvödd af þinni elskandi dóttir Rönku

Myndir:12