Nafn skrár:RagDan-1891-07-10
Dagsetning:A-1891-07-10
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

14/7 91. s 2/8 91.

Skeggjastöðum 10. júlí 1891.

Elskulegu foreldrar mínir!

Guð gefi að þessar línur sæki vel að heima þess óska jeg fyrst og fremst; þar næst þakka jeg þjer elsku pabbi minn fyrir til skrifið er jeg fjekk í morgun þá jeg var að skenkja morgun kaffið og kom það sannarl. í góðar þarfir; því bæði var mjer farið að legnja eptir frjettum að heim- an og líka var gott að fá salarlega hressingu Jón minn hefur verið talsvert mikið veikur alla þessa viku og hef jeg opt lítið getað sofið þeirra hluta vegna og gærkveldi var hann með lakasta móti og vil jeg kena því um að hjer var þingað í gær og var

stapp af gestum og líka hefur syslumaður_ inn verið hjer í tvær nætur svo hann var að herða sig upp; þessi vesöld hans stafar frá brjóstinu og er það lakasta meinið að við henni má altaf búast og það allt í einu; í þetta sinni vona jeg nú samt að honum fari að skána því mjer finnst hann talsvert betri. Sjálf er jeg all frísk þá ekki fyr en í þessu augnabliki að maður sem hjer er gestur er að fara á Vopnaf. að skipið má fara af V. annað kveld og mann ræfillinn vill ekki með neinu móti bíða; samt læt jeg þessar línur fara heldur en ekkert fyrirgefið þær Kær kveðja frá mjer til allra heima þá enkum til systir J með beztu þökk fyrir tilskrifið og mágs líka til

Hildar með þökk fyrir tilskrifið Verið þið elsku foreldrar alla tíð Guði falin af ykkar innil elskandi dóttir Rönku

Bezta kveðja frá J. m. og systir hans

Myndir:12